06 mar Viðreisnarganga á Úlfarsfell
Laugardaginn 6. mars klukkan 9.55 efnum við til fyrstu Viðreisnargöngunnar og verður Úlfarsfellið fyrir valinu. Við mælum okkur mót á á seinna stæði við Úlfarsfell, sjá kort í mynd.
Benedikt okkar Jóhannesson leiðir þessa fyrstu göngu og gefur upp efitrfarandi leiðarlýsingu að stæðinu þar sem við hittumst: Ekið eftir Vesturlandsvegi að Bauhaus, beygt til hægri á hringtorginu í þá átt, svo aftur til hægri á hringtorginu í átt frá Bauhaus.
Eftir nokkur hundruð metra er tekinn vegurinn til vinstri í átt að Úlfarsfelli og farið í gegnum ein fjögur hringtorg og tekinn fyrri útkeyrsla út úr því síðasta.
Eftir nokkur hundruð metra er tekinn vegurinn til vinstri í átt að Úlfarsfelli og farið í gegnum ein fjögur hringtorg og tekinn fyrri útkeyrsla út úr því síðasta.
Þá ekinn beinn vegur framhjá blokkum yfir nokkrar hraðahindranir þangað til komið er að skilti sem varar við lélegu malbiki. Rétt á eftir er stæði á vinstri hönd, ekið framhjá því og farið að næsta stæði sem er 2-300 metrum lengra á vinstri hönd.
Leiðin upp sem við förum er eftir vegi og ágæt fyrir alla. Útsýnið framan af er sirka það sem ljósmyndin sýnir.
Förum á hæfilegum hraða fyrir þá sem eru óvanir. Göngum upp að mastrinu þar sem hæsti punktur er. 30 til 40 mínútna ganga upp.
Gott fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig mikið að undanförnu að æfa sig með göngum á jafnsléttu fram að 6. mars.
Ef vel tekst til höldum við svo áfram að ganga fram á vorið.