05 apr Viltu taka þátt í samningaviðræðum um loftslagsmál?

Langar þig að æfa samningatæknina þína og sjá betur hvað þarf að gera til að halda hlýnun jarðar fyrir neðan 1,5°C eða sem næst 2°C? Er nóg að fjárfesta í grænni orku til að ná loftslagsmarkmiðum? Getum við bætt orkunýtni til að draga úr hlýnun jarðar? Hvaða áhrif hafa tæknilausnir á borð við Carbfix? Getum við plantað nægilega mikið af trjám og hvað ef við gerumst öll grænmetisætur? Eða er kannski ómögulegt að koma í veg fyrir hamfarahlýnun.
Viðreisn verður með vinnustofu þar sem þátttakendur gerast samningamenn fyrir ólíka hagsmunahópa og ríkja á COP sem leitast við að semja um lausnir. Lausnirnar eru síðan prófaðar í rauntíma með notkun „En-ROADS“ loftslagshermis sem var hannaður af MIT og Climate Interactive til að meta áhrif mismunandi aðgerða á loftslagsbreytingar, þannig að þátttakendur fá strax upplýsingar um áhrif þeirra aðgerða sem þeir semja um. EN-ROADS er kvikt kerfislíkan sem stjórnvöld og alþjóðastofnanir nota til að spá fyrir um áhrif ólíkra aðgerða á hlýnun jarðar – auk áhrifa á efnhag, heilsu og líffræðilegan fjölbreytileika. Markmiðið með vinnustofunni er að svara stóru spurningunni: Hvaða aðgerðir, ef einhverjar, duga til að ná loftslagsmarkmiðum?
Það er takmarkaður fjöldi sæta og því biðjum við þig um að skrá þig hér.
Aðalsteinn Lúther Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar leiðir vinnustofuna. Aðalsteinn kennir samningatækni í Háskólanum í Reykjavík og er áhugamaður um loftslagsmál. Hann hefur farið í þjálfun á vegum Climate Interactive til að leiða vinnustofur sem þessa.