24 okt Vindorka og Viðreisn#2
Í kjölfar fundar Umhverfis og auðlindanefndar Viðreisnar um þær hugmyndir sem uppi eru um vindorku ætlar Viðreisnarfólk, þvert á málefnanefndir að koma saman og ræða hvað skynsamlegast er að gera í þessum málaflokki.
Á þessum fundi verða framsögumenn þeir Daði Már Kristófersson og Þorsteinn Pálsson.
Í kjölfar þeirra erinda verður opnað fyrir samræður þar sem allir geta komið sínum sjónarmiðum á framfæri.
Markmið vinnunnar er að útbúa ályktun til þess að leggja fyrir landsþingið.