01 jún Fylgi Viðreisnar hækkar í 4.3%
Niðurstöður úr nýjustu netkönnun Gallup sýna aukningu á fylgi Viðreisnar, en nú mælist það 4.3% og er flokkurinn orðinn sá sjötti stærsti. Þetta kemur fram hjá RÚV.
Fylgið var áður 3.5% í síðustu könnun, sem framkvæmd var fyrir rúmlega mánuði síðan. Síðan þá hefur vefur Viðreisnar verið opnaður, stefnumál kynnt og flokkurinn formlega stofnaður.
Sjá má fylgi flokkanna síðustu tvö ár í könnunum Gallup hér fyrir neðan. Grafík fengin frá Vísi.
Könnun þessi var framkvæmd dagana 28. apríl til 29. maí. Að sögn Gallup sögðust rúmlega 7% ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa ef kosið yrði nú. Þá taka næstum 10% ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.