27 mar Þökkum Birnu fyrir frábært samstarf
Birna Þórarinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Birna hefur frá upphafskrefum Viðreisnar starfað sem framkvæmdastjóri Viðreisnar og tekið þátt í uppbyggingu okkar frjálslynda flokks. Flokks sem stendur fyrir mannréttindum, alþjóðasamstarfi og réttlátu samfélagi sem rímar einmitt vel við nýtt verkefni hennar hjá Unicef á Íslandi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar: “Við í Viðreisn þökkum Birnu fyrir frábært samstarf á síðustu árum og vitum að Unicef er í góðum höndum með Birnu í forsvari. Birna fer nú að berjast fyrir réttindum barna út heim allan með tækjum alþjóðasamvinnunnar, eitt af leiðarstefum hjá Viðreisn og Birnu í áraraðir. Við óskum Birnu og Unicef farsældar og góðs gengis.”