Pólitísk og fagleg stjórn

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Að stýra sveit­ar­fé­lög­um, sem stjórn­mála­maður í meiri­hluta, snýst ann­ars veg­ar um að koma að sinni póli­tísku sýn. Á sviði stjórn­mál­anna geta því oft komið upp deil­ur og átök um áhersl­ur. Hins veg­ar snýst það um að tryggja fag­leg vinnu­brögð í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins.

Hjá sveit­ar­fé­lag­inu og fyr­ir­tækj­um þess þarf að tryggja góða stjórn­ar­hætti, þar sem stjórn­in ein­beit­ir sér að kjarn­a­starf­semi en týn­ir sér ekki í deil­um og átök­um. Að sitja í stjórn fyr­ir­tæk­is í eigu sveit­ar­fé­lags þýðir að sitja í sam­hentri og fag­legri stjórn í þágu þess fyr­ir­tæk­is. Póli­tísk átök eiga heima á öðrum vett­vangi.

Á síðustu tveim­ur árum höf­um við hjá Reykja­vík­ur­borg unnið að því að tryggja góða stjórn­ar­hætti í öll­um okk­ar rekstri. Við höf­um skýrt umboð og ábyrgð, ein­faldað boðleiðir og skerpt á hlut­verki lykilein­inga. Við vilj­um að ákv­arðana­taka verði betri og áreiðan­legri, með því að ein­falda, skýra og skerpa stjórn­kerfið.

Í stjórn Faxa­flóa­hafna, þar sem ég sit, höf­um við farið í mikla vinnu við að rýna eig­enda­stefnu og stofn­samn­ing Faxa­flóa­hafna til þess að skerpa á hlut­verki og ábyrgð stjórn­ar í umboði eig­enda sinna. Í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar höf­um við einnig látið góða stjórn­ar­hætti leiða starf stjórn­ar.

Að gefnu til­efni lagði ég það til, á aðal­fundi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir ári, að farið yrði í að end­ur­skoða byggðasam­lög á höfuðborg­ar­svæðinu með góða stjórn­ar­hætti að leiðarljósi. Sam­eig­in­leg verk­efni okk­ar und­ir hatti byggðasam­laga eru Sorpa, Strætó, Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins og sam­eig­in­leg­ur rekst­ur skíðasvæða.

Nú er þessi vinna langt kom­in und­ir stjórn SSH, þar sem stofn­samn­ing­ar hafa verið rýnd­ir og verk­efni byggðasam­lag­anna rædd, í vinnu sem all­ir kjörn­ir sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu áttu aðkomu að. Nú er verið að meta næstu skref í átt að framtíðar­stjórn­skipu­lagi sam­lag­anna, þar sem skil­virkni og hagræði verður haft að leiðarljósi auk góðra stjórn­ar­hátta.

Við vilj­um inn­leiða góða stjórn­ar­hætti inn­an þess­ara stjórna til að skapa skýr­an ramma fyr­ir stjórn­irn­ar til að starfa inn­an. Þá geta þær unnið að þeim verk­efn­um og ákvörðunum sem þarf á hverj­um tíma, í trausti skil­greindra verk­ferla og að unnið sé eft­ir fag­leg­um vinnu­brögðum. Slíkt eyk­ur traust á ákvörðunum stjórn­ar og fyr­ir­bygg­ir baktjalda­makk og slæm vinnu­brögð.

Það er til mik­ils að vinna að klára end­ur­skoðun á byggðasam­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins fyr­ir hag allra íbúa svæðis­ins.

Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. september 2020