Enginn er eyland

Benedikt Jóhannesson

Alþingi hef­ur ekki stigið mörg gæfu­spor stærri en þegar aukaaðild að Evr­ópu­sam­band­inu var samþykkt. EES-samn­ing­ur­inn er gagn­leg­asti samn­ing­ur sem Ísland á aðild að. Verður þeim Birni Bjarna­syni, for­manni ut­an­rík­is­nefnd­ar, Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni ut­an­rík­is­ráðherra og Davíð Odds­syni for­sæt­is­ráðherra seint fullþakkað fyr­ir að hafa leitt Ísland inn í sam­bandið og það frelsi sem því fylg­ir.

Alþjóðasam­vinna og samstaða vest­rænna þjóða var lengi horn­steinn stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins. For­menn flokks­ins, þeir Ólaf­ur Thors, Bjarni Bene­dikts­son (eldri), Geir Hall­gríms­son og Þor­steinn Páls­son voru ávallt meðvitaðir um hve hættu­legt það er smáþjóð að ein­angra sig frá um­heim­in­um. Alþjóðahyggja og frjáls viðskipti voru grund­völl­ur þeirra lífs­skoðunar.

Jón­as Hall­gríms­son kvað í Alþingi hinu nýja: Sterk­ur fór um veg, þá var steini þung­um lokuð leið fyr­ir. Ráð at hann kunni, þó rík­ur sé. Þjóðskáldið var sann­ar­lega einn besti Íslend­ing­ur sinn­ar samtíðar og vissi gjörla að sjálf­stæði jafn­gild­ir ekki ein­angr­un. Lausn­in er sam­vinna: Hefðu þrír um þokað.

Rétti­lega hef­ur verið bent á að mik­ill meiri­hluti allr­ar viðamestu lög­gjaf­ar sem Alþingi af­greiðir á hverju ári á upp­runa sinn í EES-sátt­mál­an­um. Því fer samt fjarri að Íslend­ing­ar samþykki flest­ar til­skip­an­ir frá Evr­ópu. Í byrj­un­ar­nám­skeiðum í rök­fræði er bent á að oft rugli fólk sam­an full­yrðing­um. Til dæm­is þýðir setn­ing­in: Flest­ir kján­ar fara með fleip­ur alls ekki að flest­ir sem fara með fleip­ur séu kján­ar.

Okk­ar ágæti ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur verið dug­leg­ur að minna á að frá því við tók­um fyrsta skrefið inn í Evr­ópu­sam­bandið höf­um við á degi hverj­um tekið upp eina Evr­ópu­sam­bands­gerð. Helg­ar og aðrir frí­dag­ar meðtald­ir.

Þetta vek­ur at­hygli. Í Morg­un­blaðsgrein spyr Arn­ar Þór Jóns­son dóm­ari: „Er ásætt­an­legt fyr­ir þjóð sem kall­ast vill sjálf­stæð að við get­um breytt öll­um lög­um sem eru í gildi hér­lend­is, nema þeim sem eiga stoð í EES-samn­ingn­um, vegna þess að við höf­um eng­an aðgang að því valdi sem set­ur regl­ur á grund­velli EES?“

Þetta er eðli­leg spurn­ing. Herði heitn­um Sig­ur­gests­syni, for­stjóra Eim­skipa­fé­lags­ins, fannst vandskilið „að menn vilji ekki sitja við borðið þar sem ákv­arðan­irn­ar eru tekn­ar“.

Í grein­inni bend­ir dóm­ar­inn á fjöl­marg­ar hætt­ur sem steðja að nú­tíma­sam­fé­lagi: „Í öllu þessu sam­hengi eru ótald­ar þær hætt­ur sem þjóðarör­yggi Íslend­inga staf­ar af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, er­lendu hervaldi, sam­krulli valds og fjár­magns, mis­notk­un fjöl­miðla, njósn­a­starf­semi, veiku fjar­skipta­ör­yggi o.fl.“

Upp­taln­ing­in und­ir­strik­ar að Íslend­ing­um ber að berj­ast með vinaþjóðum gegn óvær­un­um sem eng­in landa­mæri þekkja. Við eig­um að stíga skrefið alla leið inn í Evr­ópu­sam­bandið sem full­valda þjóð meðal þjóða.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. apríl 2021