Tölum um atvinnulífið í borginni

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Reykja­vík­ur­borg á í sam­tali við at­vinnu­líf og borg­ar­búa alla til að und­ir­búa at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefnu. Við ætl­um okk­ur að skilja bet­ur þarf­ir og vænt­ing­ar at­vinnu­lífs­ins í borg­inni. Við vilj­um að at­vinnu­lífið fái, líkt og íbú­ar, eins skjóta, skil­virka og hnökra­lausa þjón­ustu og unnt er. Við vilj­um snjall­væða þjón­ustu við at­vinnu­lífið eins og aðra þjón­ustu. Og við vilj­um að Reykja­vík­ur­borg laði til sín og haldi hjá sér þrótt­mikl­um fyr­ir­tækj­um.

Sterk skila­boð frá at­vinnu­líf­inu

Áður en vinna við at­vinnu­stefn­una hófst stóð ég fyr­ir sam­tali við at­vinnu­lífið á all­mörg­um vinnufund­um í Höfða, þar sem rætt var við full­trúa frá ýms­um kim­um at­vinnu­lífs­ins, svo sem þjón­ustu og versl­un, klasa­sam­fé­lag­inu, iðnaði og ferðaþjón­ust­unni. Mark­miðið var að hlusta á at­vinnu­lífið og kalla eft­ir hug­mynd­um um hvernig Reykja­vík bæt­ir sam­tal og sam­starf, upp­lýs­inga­miðlun og þjón­ustu.

Það sem við heyrðum voru sterk skila­boð um að auka sam­tal og sam­vinnu, efla traust, auka aðgengi og efla miðlun upp­lýs­inga, fækka skref­um og stytta boðleiðir. Einnig væri mik­il­vægt að efla sam­keppn­is­hæfni Reykja­vík­ur til að laða að borg­inni er­lend fyr­ir­tæki og Íslend­inga sem hafa kosið að vinna í er­lend­um borg­um. Því þyrfti borg­in að bjóða upp á góða þjón­ustu fyr­ir íbúa, góðar al­menn­ings­sam­göng­ur og mann­líf. Reykja­vík þyrfti að vera aðlaðandi kost­ur til að búa í og muna að hún er líka í sam­keppni um fólk og fyr­ir­tæki við er­lend­ar borg­ir en ekki bara við ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in.

Með þessi skila­boð í fartesk­inu hófst vinn­an við at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefnu. Við völd­um að hafa með okk­ur í stýri­hóp, auk borg­ar­full­trúa, tvo góða full­trúa sem hafa góða þekk­ingu á at­vinnu og ný­sköp­un. Mark­miðið er að leggja til framtíðar­sýn og stefnu fyr­ir at­vinnu­grein­ar, at­vinnu­hætti og ný­sköp­un­ar­um­hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar.

At­vinnu­líf á að dafna um alla borg

Áhersl­ur okk­ar við mót­un stefn­unn­ar eru að hún horfi til sjálf­bærr­ar aukn­ing­ar hag­sæld­ar og lífs­gæða, m.a. í gegn­um ný­sköp­un. Skil­virk­ir innviðir eigi að skapa for­send­ur fyr­ir lág­um viðskipta­kostnaði og öfl­ugri sam­keppni í þjón­ustu við íbúa. Hugað verði að því að fjöl­breytt at­vinnu­líf dafni um alla borg en einnig að til verði þekk­ing­ar- og vaxt­ar­svæði. Þjón­usta borg­ar­inn­ar við at­vinnu­lífið sé skil­virk og gagn­sæ.

Við vilj­um að stefn­an stuðli að sam­starfi aðila sem gegna lyk­il­hlut­verki í at­vinnu­lífi og ný­sköp­un, svo sem klasa­sam­taka. Í því verði horft bæði til inn­lendra og er­lendra aðila, til dæm­is í gegn­um Evr­ópu­sam­starf.

Ver­um sam­keppn­is­hæf við er­lend­ar borg­ir

Stefn­an er að horfa til þess hvernig hægt sé að tryggja nægt fram­boð af kraft­miklu fólki í Reykja­vík, sem hef­ur þekk­ingu og reynslu til að leysa knýj­andi áskor­an­ir sam­tím­ans og skapa fleiri alþjóðleg vaxtar­fyr­ir­tæki. Við vilj­um skapa aðstæður fyr­ir fleiri CCP, Mar­el og Össur til að verða til í Reykja­vík og þrosk­ast. Við vilj­um líka að þessi fyr­ir­tæki dafni í Reykja­vík en flytji ekki úr landi því vaxt­ar­mögu­leik­arn­ir séu betri ann­ars staðar.

Nú stend­ur yfir frek­ara sam­ráð við hagaðila og borg­ar­búa alla. Það er fjöl­breytt at­vinnu­líf í borg­inni, með mis­mun­andi þarf­ir og vænt­ing­ar þegar kem­ur að sam­skipt­um við Reykja­vík­ur­borg. Í sam­ráðsgátt Reykja­vík­ur­borg­ar, betrireykja­vik.is, geta all­ir komið að sinni framtíðar­sýn á at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefnu borg­ar­inn­ar til 2030. Einnig höf­um við áhuga á að heyra hvaða borg­ir þið teljið vera alþjóðleg­ar fyr­ir­mynd­ir í mál­efn­um at­vinnu­lífs og ný­sköp­un­ar og hvað það er sem ger­ir þess­ar borg­ir að fyr­ir­mynd­ar­borg­um. Reykja­vík vill vera framúrsk­ar­andi og læra af þeim bestu.

Við vilj­um heyra í þér

Með góðri at­vinnu­stefnu náum við fram at­vinnuþróun sem all­ir hagn­ast á. At­vinnuþróun sem miðar að því að auka lífs­gæði. Auk­inni fram­leiðni fyr­ir­tækja sem geta þá greitt hærri laun. Hærri laun bæta hag heim­ila. Þau gera sveit­ar­fé­lög­um líka auðveld­ara fyr­ir að efla innviði og þjón­ustu.

Nú eru víða erfiðir tím­ar þar sem 25 þúsund ein­stak­ling­ar eru skráðir at­vinnu­laus­ir eða með skert vinnu­hlut­fall. Ýmis fyr­ir­tæki hafa átt erfitt vegna heims­far­ald­urs og sótt­varna. Út úr þess­um vanda þurf­um við að vaxa. Ef þú tel­ur þig hafa lausn­ina um hvernig Reykja­vík­ur­borg get­ur stuðlað að betri at­vinnuþróun með góðri at­vinnu­stefnu vilj­um við heyra í þér á betrireykja­vik.is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. apríl 2021