Ég skal gera þér greiða – en þú borgar

Benedikt Jóhannesson

Sögð er saga af ung­um stjórn­mála­manni sem var ný­kom­inn á þing fyr­ir tæp­lega 40 árum. Hon­um barst til eyrna að í sjáv­ar­plássi einu í kjör­dæmi hans væri út­gerðin í vand­ræðum, einu sinni sem oft­ar. Hann brást snöggt við og mætti á skrif­stofu eins út­gerðar­manns­ins sem spurði úrill­ur: „Hvað ert þú að gera hér?“

Stjórn­mála­mann­in­um upp­renn­andi brá við, en stamaði að hann hefði heyrt að allt væri í hönk hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. For­stjór­inn svaraði þá um hæl: „Láttu okk­ur um að reka fyr­ir­tæk­in. Sjá þú um þín störf á Alþingi.“

Viðbrögð út­gerðar­manns­ins voru sann­ar­lega óvenju­leg, en þau voru hár­rétt. Stjórn­mála­menn eiga ekki að leysa hvers manns vanda held­ur sjá um að þjóðfé­lagið sé rétt­látt og starfi eft­ir sann­gjörn­um regl­um þar sem all­ir hafa jafn­an rétt.

Nú kepp­ast stjórn­mála­menn við að aug­lýsa hvað „þeir“ ætli að gera fyr­ir fólk. Flest­ir láta sér fátt um finn­ast, en ein­staka falla samt fyr­ir fag­ur­gal­an­um.

Miðflokk­ur­inn, sem á kjör­tíma­bil­inu gat sér einkum frægðarorð fyr­ir næt­ur­vök­ur á Alþingi og í nær­liggj­andi öld­ur­hús­um, reyn­ir nú aft­ur að koma sér í umræðuna. Í þetta sinn vill formaður flokks­ins út­deila af­gangi af rík­is­sjóði til allra, ekki í formi skatta­lækk­ana held­ur sem gjöf. Hann vill ef­laust gera líkt og átrúnaðargoð hans í Banda­ríkj­un­um, Don­ald Trump, sem krafðist þess að hans und­ir­skrift væri á end­ur­greiðslum til skatt­greiðenda.

Hinn ís­lenski Trump ætl­ar að deila hagnaði til al­menn­ings en „ríkið“ má hirða tapið. Hug­mynd­irn­ar hafa ekki fengið verðuga at­hygli vegna þess að fáir taka flutn­ings­mann­inn al­var­lega. En snú­um til­lög­un­um við. Í stað þess að láta nægja að dreifa hagnaðinum eins og kara­mell­um til íbúa lands­ins væri vert að senda öll­um íbú­um reikn­ing vegna rekstr­ar­halla rík­is­ins. Þegar sagt er frá því að halla­rekst­ur hins op­in­bera hafi verið rúm­lega 200 millj­arðar króna árið 2020 eru töl­urn­ar svo háar að fæst­ir skilja þær. En ef hvert manns­barn fengi í fram­hald­inu reikn­ing upp á um 600 þúsund krón­ur vegna hall­ans er lík­legt að ýms­ir létu í sér heyra.

Ein­hver kann að segja að hall­inn árið 2020 segi lítið um fjár­mála­stjórn­un­ina, kór­ónu­veir­an sé söku­dólg­ur­inn. En þá er hægt að horfa á árið 2019 þegar reikn­ing­ur­inn vegna hall­ans hefði verið um 125 þúsund krón­ur á hvern íbúa. Þá hefði það varla farið fram­hjá nein­um að stjórn­in sem tók við góðu búi var búin að koma rík­inu í halla­rekst­ur í góðær­inu rúmu ári síðar.

Stund­um er ágætt að skoða til­lög­ur sem virðast hlægi­leg­ar aðeins bet­ur, því þær gætu borið í sér frjó­korn skyn­semi. Auðvitað búa eng­ir stjórn­mála­menn til verðmæti þegar þeir færa pen­inga rík­is­ins úr ein­um vasa í ann­an. En ef kjós­and­inn yrði meðvitaðri um það hvað „gjaf­irn­ar“ kosta hugsaði hann sig kannski tvisvar um í kjör­klef­an­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. september 2021