Efnahagsmál

Ísland er á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í aðgerðum í loftslagsmálum.“ Þetta er ekki tilvitnun í ólundarfugl í stjórnarandstöðu. Orðin lét Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra falla á loftslagsdeginum í Hörpu í byrjun maí. Þannig er staða loftslagsmála...

Viðbrögðin við skarpri vaxtahækkun Seðlabankans eru um margt athyglisverð. Forystumenn launafólks mótmæla. Eru stóryrtir og segjast ætla að eyða áhrifum hennar með því að sækja vaxtahækkunarauka í kjarasamningum, til viðbótar við aðrar hækkanir. Talsmenn atvinnulífsins eru hógværir. Þeir segja hækkunina áminningu um að stilla launahækkunum í hóf. En...

Það munar um 100 milljarða. Um það getum við öll verið sam­mála. Það munar um þann pening í úr­bætur í heil­brigðis­kerfinu. Það munar um bið­listana sem hægt væri að stytta; lið­skipta­að­gerðir og auga­steina­að­gerðir. Krans­æða­að­gerðir og að­gerðir á hjarta­lokum. Brjóst­nám, of­fitu­að­gerðir og gall­steina­að­gerðir. Svo dæmi séu...

Ívið­tali við Ríkis­út­varpið fyrir réttri viku sagði Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra að traust for­sætis­ráð­herra á fjár­mála­ráð­herra myndi koma ríkis­stjórninni í gegnum banka­sölu­stríðið. Þarna hitti mat­væla­ráð­herra naglann á höfuðið. Eina leiðin fyrir for­sætis­ráð­herra til að halda stjórninni saman í þessari krísu var að víkja til hliðar pólitískum gildum...

Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn...

Íljóði Tómasar svipar hjörtum mannanna saman í Súdan og Grímsnesinu. Nú slá pólitísku hjörtun í takt í Stjórnarráðshúsinu og Downingstræti 10. En enginn yrkir fallega um það. Breski forsætisráðherrann vildi láta innanbúðarúttekt nægja vegna Partygate, en stjórnarandstaðan krafðist rannsóknar á vegum þingsins, auk lögreglurannsóknar. Á endanum...

Hún er áhuga­verð þessi sér­sniðna stóra mynd sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír vilja að ein­blínt sé á í tengsl­um við Íslands­banka­söl­una. Að stjórn­völd hafi selt hlut í Íslands­banka fyr­ir 108 millj­arða í tveim­ur at­renn­um. Að það eigi bara að horfa á þá mynd en ekki þetta „smotte­rí“...