Við þurfum að gera þetta saman

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Sveit­ar­fé­lög­in hafa ákveðið að starfa sam­an á vett­vangi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til að taka stór sta­f­ræn skref í þágu íbúa. Í þessu sam­starfi tek­ur Reykja­vík­ur­borg þátt, enda hef­ur borg­in af miklu að miðla og hef­ur verið í far­ar­broddi allra sveit­ar­fé­laga á þessu sviði.

Önnur sveit­ar­fé­lög munu svo njóta þeirr­ar þekk­ing­ar og reynslu sem Reykja­vík hef­ur, þó svo að hvert sveit­ar­fé­lag fyr­ir sig muni þurfa að fara í gegn­um sína ferla og geti ekki tekið lausn­ir Reykja­vík­ur­borg­ar upp hrá­ar. Þetta kom mjög skýrt fram á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­lag­anna nú fyr­ir helgi.

Styrk­leiki Reykja­vík­ur­borg­ar ligg­ur ekki síst í því að borg­in hef­ur ákveðið að leggja 10 millj­arða í sta­f­ræna umbreyt­ingu á næstu árum til að vera viðbúin þeim miklu breyt­ing­um sem eru að eiga sér stað.

Fyrstu skref­in

Þessi um­bylt­ing er þróun sem mun eiga sér stað til framtíðar. Við mun­um ekki vakna einn dag­inn og telja sta­f­rænu þró­un­inni lokið. Tækn­in mun halda áfram að þró­ast og sveit­ar­fé­lög­in þurfa að þró­ast með, líkt og aðrir. Sta­f­ræna um­bylt­ing­in sem við erum að tala um í dag er því bara fyrstu skref­in í mjög langri veg­ferð sem ekki verður hægt að mæla í kjör­tíma­bil­um.

Sta­f­ræn um­bylt­ing snýst ekki bara um að taka um­sókn­areyðublöð og setja þau á vef­inn. Það þarf að und­ir­búa það að tölvu­kerfi geti talað sam­an, að upp­lýs­ing­ar séu sótt­ar á miðlæg­an stað í stað þess að slá þær inn úr einu kerfi í annað. Not­enda­búnaður­inn þarf að vera fyr­ir hendi og hug­búnaðarleyf­in. Það þarf að end­ur­hugsa ferla með íbúa og aðra not­end­ur í huga, og hvernig not­end­ur vilja nálg­ast upp­lýs­ing­ar eða þjón­ustu. Niðurstaðan verður svo auk­in sjálf­virkni­væðing, til að við get­um öll nýtt sím­ann okk­ar bet­ur.

Not­enda­væn þróun

Sveit­ar­fé­lög­in þurfa að hlusta á íbúa sína um þarf­ir og áhersl­ur. Hvernig hægt sé að gera þjón­ustu not­enda­vænni og veita hana á for­send­um íbúa, frek­ar en eft­ir því sem þægi­legt er fyr­ir sveit­ar­fé­lagið. Sta­f­ræna þró­un­in mun líka eiga sér stað í sam­tali við sér­fræðinga, inn­lenda og er­lenda.

Sér­fræðing­ar óskast á útboðsvef

Und­ir þetta er Reykja­vík­ur­borg til­bú­in. Á útboðsvef borg­ar­inn­ar má núna t.d. finna ósk um þátt­töku í gagn­virku inn­kaupa­kerfi um þjón­ustu alls kon­ar sér­fæðinga, frá sér­fæðing­um í mynd­banda­gerð til sér­fæðinga um stefnu­mót­un, hönn­un, rekstri tölvu­kerfa og upp­lýs­inga­tækni. Einnig er opið útboð um þjón­ustu sér­fræðinga vegna not­enda­miðaðrar hönn­un­ar. Þetta er samn­ing­ur sem er op­inn öll­um fyr­ir­tækj­um og geta ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem og aðrir skráð sig hvenær sem þeim hent­ar og dregið sig út sömu­leiðis.

Þeim sér­fræðing­um sem hafa áhuga á ákveðnum hug­búnaðarlausn­um má benda á útboð um not­enda­vænt starfs­um­sókn­ar­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar. Í fljót­legri yf­ir­ferð sýnd­ist mér 16 útboð vegna sta­f­rænn­ar þró­un­ar þegar hafa skilað niður­stöðu bara á þessu ári. Þar á meðal hug­búnaðarlausn vegna eignaum­sjón­ar­kerf­is borg­ar­inn­ar.

Tæp 80% af 10 ma. kr. í op­in­ber inn­kaup

Í inn­kaupa­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að „við inn­kaup Reykja­vík­ur­borg­ar sé beitt útboðum, að eins miklu leyti og unnt er og hag­kvæmt þykir og að hlut­ur útboða í heild­ar­inn­kaup­um Reykja­vík­ur­borg­ar auk­ist“. Í sam­ræmi við inn­kaupa­stefn­una hef­ur Reykja­vík­ur­borg metið hvar hag­kvæmt er að beita útboðum í sta­f­rænni um­bylt­ingu borg­ar­inn­ar. Á þessu ári eru 3,2 millj­arðar áætlaðir í sta­f­ræna umbreyt­ingu. Þar af fari 2,7 millj­arðar í verk­efni sem fara í gegn­um op­in­ber inn­kaup. Af alls 10 millj­örðum er áætlað að tæp 80% fari í gegn­um op­in­ber inn­kaup.

Ein­hver hluti sta­f­rænn­ar þró­un­ar, inn­leiðing­ar og grein­ing­ar­vinnu mun eiga sér stað inn­an borg­ar­inn­ar, eft­ir því sem þykir hag­kvæm­ara og bet­ur farið með skatt­fé borg­ar­búa. En útboðum verður beitt og keypt þekk­ing og reynsla af litl­um sem stór­um fyr­ir­tækj­um til að vinna að verk­efn­um í þágu borg­ar­búa, sem von­andi mun svo skila sér til íbúa annarra sveit­ar­fé­laga líka.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. október 2021