Verum hluti af lausninni

Framtíð Íslands bygg­ist að miklu leyti á alþjóðasam­starfi, ekki síst á sviði lofts­lags­mála. Í hinni sam­eig­in­legu alþjóðlegu sýn, sem skerp­ist ár frá ári, er viður­kenn­ing á þeim verðmæt­um sem fel­ast í hreinu and­rúms­lofti og virk­um og stöðugum vist­kerf­um. Þetta er ein­fald­lega for­senda lífsviður­vær­is okk­ar. Par­ís­arsátt­mál­inn frá 2015 veit­ir skýra leiðsögn, þ.e. að meðal­hita­stig jarðar skuli ekki hækka meira en 2°C miðað við upp­haf iðnbylt­ing­ar og helst hald­ast við 1,5°C. Þess­ar töl­ur eru ekki dregn­ar úr hatti held­ur eru niðurstaða okk­ar fremsta vís­inda­fólks.

Fram­lag Íslands felst ekki ein­ung­is í því að draga úr los­un held­ur get­um við orðið mik­il­væg fyr­ir­mynd til dæm­is með því að verða fyrst þjóða til að losa okk­ur al­gjör­lega við jarðefna­eldsneyti. Það þýðir orku­skipti bíla, skipa og flug­véla. Stærsta hindr­un­in er flugið en hér á Íslandi erum við þó þegar far­in að skoða raf­væðingu inn­an­lands­flugs­ins. Skip­in eru kom­in vel á veg þar sem danska skipa­fé­lagið Mærsk og fleiri stór­ir aðilar í flutn­ing­um eru þegar komn­ir með skip knú­in end­ur­nýj­an­legri orku. Hér á landi snýst áskor­un­in ekki síst um upp­bygg­ingu innviða.

Mik­il­vægi einka­geir­ans

Einka­geir­inn er vett­vang­ur til að breyta áskor­un­um í tæki­færi. Til þess þarf þó hvata bæði frá stjórn­völd­um og neyt­end­um. Fyr­ir­tæki þurfa að finna að ætl­ast sé til þess að lofts­lags­mál séu tek­in al­var­lega í öll­um þeirra rekstri og framtíðaráform­um.

Fyr­ir­tæki sem hreyfa sig hratt og af­ger­andi í sín­um lofts­lags­mál­um munu standa uppi sem sig­ur­veg­ar­ar. Þau hafa sam­keppn­is­for­skot og þar verða til lausn­ir og hug­mynd­ir sem fleyta sam­fé­lag­inu í rétta átt. Þar vill metnaðarfyllsta og hæf­asta fólkið starfa.

Tæki­fær­in eru auðvitað ekki ein­göngu fólg­in í hags­mun­um ein­stakra fyr­ir­tækja held­ur í miklu stærra sam­hengi. Heil­brigð vist­kerfi og hreint and­rúms­loft eru vissu­lega af­leiðing af sam­drætti gróður­húsaloft­teg­unda; en þau eru líka for­send­ur færri nátt­úru­ham­fara, færri sjúk­dóma og auk­inn­ar vel­meg­un­ar, bæði fyr­ir okk­ur og heims­sam­fé­lagið.

Jarðefna­eldsneyt­is­laust Ísland er mögu­legt, við þurf­um ein­fald­lega að sýna frum­kvæði. Íslensk stjórn­völd þurfa að þora að taka af skarið. Ekki bara búa til stefn­ur og veg­vísa held­ur beita sér mark­visst fyr­ir stór­um skref­um. Taka þátt í upp­bygg­ingu innviða um allt land. Styrkja mynd­ar­lega fyrstu orku­skipta­verk­efn­in í þeim geir­um þar sem orku­skipti eru ekki enn far­in af stað. Enda eru þau skref oft áhættu­söm og óhag­kvæm og alls ekki á færi allra einkaaðila að stíga. Ríkið get­ur lækkað þrösk­uld­inn fyr­ir breyt­ing­ar í orku­notk­un og stutt sér­stak­lega slíka ný­sköp­un. Þetta er verk­efnið sem bíður stjórn­valda núna.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. nóvember 2021