Verbúðin Ísland

Í næstu viku stendur Viðreisn fyrir fundaröð víðsvegar um landið undir yfirskriftinni Verbúðin Ísland.

Til stendur að ræða stöðu sjávarútvegsmála á landinu okkar góða. Hvað hefur kvótakerfið gefið okkur og hvað hefur það tekið frá okkur? Hvert eigum við að stefna núna?

Fólki er boðið að mæta og taka samtalið við fulltrúa Viðreisnar um þjóðareignina og framtíð hennar.

Dagskrá:
4. apríl   Hafnarfjörður, Kænan kl. 20:00
5. apríl   Þorlákshöfn, Kiwanishúsið við Óseyrarbraut kl. 20:00
6. apríl   Seyðisfjörður, Hótel Aldan kl. 20:00
7. apríl   Akureyri, Bryggjan kl. 17:00

Við hlökkum til að sjá þig!