Er tími skrifstofunnar að líða undir lok?

Þótt við viljum örugg­lega fæst fara aftur til þess tíma þegar sam­göngu­bann var normið þá er því ekki að neita að við á þeim tíma varð til mik­il­vægur lær­dómur sem við njótum góðs af. Sveigj­an­legri vinna og aukin fjar­vinna er án efa eitt dæmi um það. Og í þessu ljósi lagði ég fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem lagt er til að félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra fram­kvæmi úttekt á tæki­færum í fjar­vinnu og fjar­vinnu­stefnu fyrir íslenskan vinnu­mark­að. Lagt er til að ráð­herra láti vinna til­lögur sem hafi það að mark­miði að auka mögu­leika fólks á fjar­vinnu þar sem henni verður komið við og áhugi er fyrir hendi.

Jákvæð áhrif fjar­vinnu

Reynslan af fjar­vinnu á tímum heims­far­ald­urs og sótt­varna­að­gerða var almennt jákvæð og er mik­ill áhugi fyrir auknu val­frelsi í þessum efn­um. Heims­far­ald­ur­inn leiddi af sér nýja hugsun og skiln­ing á því að fólk geti sinnt sama starf­inu utan hins venju­lega vinnu­staðar þegar heim­ilið varð óvænt vinnu­staður margra.

Fjar­vinna hentar vita­skuld ekki í öllum starfs­greinum né hentar hún öllu fólki en þar sem hún á við getur hún haft marg­vís­leg jákvæð áhrif. Þannig getur fjar­vinna aukið jafn­vægið á milli vinnu og einka­lífs og dregið úr streitu þegar hægt er að vinna heima í stað­inn fyrir að þurfa að þjóta út í morg­un­um­ferð­ina. Með mark­vissri fjar­vinnu­stefnu hins opin­bera má draga úr umferð­ar­þunga og bæta sam­göngur á álags­tímum á þétt­býl­ustu svæðum lands­ins. Þannig getur fjar­vinna stutt við mark­mið stjórn­valda á sviði umhverf­is- og lofts­lags­mála. Þá fel­ast mikil tæki­færi í auk­inni fjar­vinnu fyrir fólk sem búsett er á lands­byggð­unum þar sem aukin áhersla á fjar­vinnu og störf án stað­setn­ingar mun leiða til þess að hægt er að stunda vinnu óháð búsetu. Og hvað varðar atvinnu­rek­endur mætti benda á að starfs­á­nægju fólks sem og tæki­færi til að draga úr rekstr­ar­kostn­aði vegna hús­næðis og ferða.

Finnska leiðin

Á meðan heims­far­aldr­inum stóð voru allt að 37% starfs­fólks í Evr­ópu í fjar­vinnu. Hlut­fallið var þó umtals­vert hærra í Finn­landi þar sem það fór í 59% sam­kvæmt könn­un­inni „Li­ving, work­ing and COVID-19“ sem gerð var í apríl 2020. Ástæðan er sú að Finn­land hefur verið leið­andi í þeirri hug­mynda­fræði að hvetja fólk til fjar­vinnu. Þannig var Finn­land með eitt hæsta hlut­fall starfs­fólks í fjar­vinnu meðal Evr­ópu­ríkja árið 2019. Sam­kvæmt Eurostat 2020 var hlut­fall starfs­fólks í Finn­landi sem var reglu­lega í fjar­vinnu 14,1% en í öðrum ríkjum Evr­ópu var með­al­talið um 5,4%. Þegar jafn­framt var litið til þeirra sem unnu að hluta til í fjar­vinnu varð hlut­fallið í Finn­landi 25%.

Tölurnar í Finna vekja athygli. Og þegar litið er á reynslu Finna og þeirra umbóta sem gerðar hafa verið þar í landi til að styðja við þessa þróun má til­taka er að Finnar eru fram­ar­lega í staf­rænni tækni en sterkir staf­rænir inn­viðir í Finn­landi hafa þótt lyk­il­þáttur í háu hlut­falli starfs­fólks í fjar­vinnu. Vinnu­mark­að­ur­inn sjálfur og sam­setn­ing starfa er þannig að hátt hlut­fall starfa hentar til fjar­vinnu auk þess sem stofna­naum­gjörð í Finn­landi er hlið­holl þessu fyr­ir­komu­lagi vinnu.

 

Fleiri kostir en gallar

Með auk­inni áherslu íslenskra stjórn­valda á nýsköpun ætti áhersla á fjar­vinnu eðli­lega að fylgja, enda mik­il­vægur þáttur í því að laða til sín og halda í hæft starfs­fólk, óháð því hvar það er stað­sett. Liður í því að sækja fram á sviði nýsköp­unar er því að stíga mark­viss skref um fjar­vinnu­stefnu.

Í júlí 2020 sagði 78% starfs­fólks á evr­ópskum vinnu­mark­aði að það myndi áfram kjósa að geta unnið í fjar­vinnu að ein­hverju leyti. Í Finn­landi leiddi könnun í ljós ánægju með fjar­vinnu og áhrif henn­ar. Þar komu fram þættir eins og ein­beit­ing, fram­leiðni og jafn­vægi milli vinnu og fjöl­skyldu- og einka­lífs.

Þrátt fyrir jákvæða reynslu af fjar­vinnu komu hins vegar einnig fram óskir og sjón­ar­mið um kosti þess að snúa aftur til vinnu á vinnu­stað, ekki síst félags­legir þættir á borð við sam­skipti við vinnu­fé­laga. Þannig er ljóst að þetta fyr­ir­komu­lag hentar ekki öll­um. Margir kjósa hins vegar að geta átt kost á fjar­vinnu og ein­hverju val­frelsi þar um og ætti hið opin­bera að hvetja til þess þar sem flest bendir til þess að kostir auk­innar fjar­vinnu séu miklu fleiri en gall­arn­ir.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 31. maí 2022