Næsta ríkisstjórn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingiskosnignar 2021 Suðvesturkjördæmi kraginn (SV) 1. sæti Viðreisn

Rík­is­stjórn­ir eru oft gagn­rýnd­ar fyr­ir kosn­inga­fjár­lög. Þá eru út­gjöld auk­in til vin­sælla verk­efna skömmu fyr­ir kosn­ing­ar. Klapp á bakið og all­ir glaðir. En hin hliðin á dæm­inu, sem er ekki jafn vin­sæl, er að afla tekna eða hagræða á móti. Sú hlið er skil­in eft­ir fyr­ir næstu rík­is­stjórn. Og fyr­ir kom­andi kyn­slóðir til að borga.

Gagn­rýni af þessu tagi er ekki bund­in við Ísland. Hún er þekkt í flest­um lýðræðis­ríkj­um.

Ég man hins veg­ar ekki eft­ir því fyrr en nú, að rík­is­stjórn hafi bein­lín­is gefið út stefnu­yf­ir­lýs­ingu í byrj­un kjör­tíma­bils um að hún ætli að halda áfram að safna skuld­um og skilja all­an vand­ann eft­ir í fangi næstu rík­is­stjórn­ar.

Það er erfitt að finna hliðstæðu af þessu tagi í öðrum vest­ræn­um lönd­um. Finn­ist hún er það sam­an­b­urður sem eng­inn ætti að stæra sig af.

Þetta seg­ir bara eina sögu – það er al­var­leg póli­tísk kreppa í land­inu.

End­ur­tek­in gagn­rýni at­vinnu­lífs­ins

Fjár­mála­regl­ur voru tíma­bundið felld­ar úr gildi vegna far­ald­urs­ins. Ný fjár­mála­áætl­un fram til árs­ins 2027 ber með sér að rík­is­stjórn­in ætl­ar ekki að inn­leiða þær á ný meðan hún sit­ur.

Um þetta segja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins í nýrri um­sögn: „Er næstu rík­is­stjórn þannig eft­ir­látið að tak­ast á við þann vanda, sem hef­ur skap­ast í op­in­ber­um fjár­mál­um.“

Það sem meira er; þessi höfuðsam­tök at­vinnu­lífs­ins eru að end­ur­taka þessa gagn­rýni. Hún kom strax fram fyr­ir hálfu ári þegar rík­is­stjórn­in kynnti fyrstu fjár­mála­áætl­un þessa kjör­tíma­bils. Og nú er hún ít­rekuð.

Þessa gagn­rýni er ekki hægt að af­greiða sem eitt­hvert gjamm og gagg óvin­veittra and­stæðinga á Alþingi. Samt legg­ur fjár­málaráðherra ekki við hlust­ir og gef­ur at­vinnu­líf­inu bara langt nef.

Hljóð og mynd fara ekki sam­an

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins benda enn frem­ur á, að í fjár­mála­áætl­un­inni held­ur fjár­málaráðherra því fram að op­in­ber fjár­mál sporni gegn verðbólgu og dragi úr spennu í hag­kerf­inu. Þau segja hins veg­ar að fyr­ir þessu séu ekki færð sann­fær­andi rök.

Þetta er þung­ur áfell­is­dóm­ur frá sam­tök­um, sem vörðu mikl­um fjár­mun­um í síðustu kosn­ing­um til að tryggja fram­halds­líf rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Banda­lag há­skóla­manna nálg­ast fjár­mála­áætl­un­ina eðli­lega frá öðru sjón­ar­horni en at­vinnu­lífið og tek­ur ekki jafn sterkt til orða. En kjarn­inn í gagn­rýni þess er sá sami.

Þannig segja há­skóla­menn að rík­is­stjórn­in þurfi að gera grein fyr­ir lang­tíma­sjón­ar­miðum sín­um um þróun sam­fé­lags­ins og hvernig áætlan­ir henn­ar um út­gjöld og tekj­ur ríma við þá framtíðar­sýn. Þó að orðalagið sé hóg­vært felst í því sama gagn­rýni og hjá at­vinnu­líf­inu. Hljóð og mynd fara ekki sam­an.

Í um­sögn BHM er bent á að hall­inn vegna heims­far­ald­urs­ins sé 500 millj­arðar króna, en rík­is­stjórn­in ætli að tvö­falda þann halla fram til 2027. Banda­lagið bend­ir á að eng­in stefna hef­ur verið mótuð um það hver eigi að bera þær byrðar.

Nýj­ar ófjár­magnaðar aðgerðir

Fyr­ir skömmu ákvað rík­is­stjórn­in að hækka sum­ar bóta­greiðslur til þess að vega upp á móti kjararýrn­un verðbólg­unn­ar. Það var full­kom­lega eðli­legt. En fjár­málaráðherra ákvað að með öllu væri ástræðulaust að afla tekna fyr­ir þeim út­gjöld­um.

Næsta rík­is­stjórn á að leysa þann vanda.

Danska kratarík­is­stjórn­in kynnti svipuð áform á dög­un­um. Einn af stuðnings­flokk­um henn­ar setti henni aft­ur á móti stól­inn fyr­ir dyrn­ar og sagði rétti­lega að ófjár­mögnuð út­gjöld kæmu niður á launa­fólki með vax­andi verðbólgu.

Eng­inn þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hreyfði sjón­ar­miðum af þessu tagi. Ekki einn ein­asti. Banda­lag há­skóla­manna ger­ir það hins veg­ar í um­sögn sinni um fjár­mála­áætl­un­ina. Sú staða hef­ur ekki komið upp áður í umræðum um rík­is­fjár­mál.

Sam­hljóm­ur í gagn­rýni

Þessi dæmi sýna að kröf­ur um ábyrga rík­is­fjár­mála­stefnu koma jöfn­um hönd­um frá launa­fólki og at­vinnu­fyr­ir­tækj­um.

Banda­lag há­skóla­manna vill standa vörð um vel­ferðar­kerfið en Sam­tök at­vinnu­lífs­ins vilja sjá meira svig­rúm fyr­ir fyr­ir­tæk­in.

En hvor tveggja þessi sam­tök vita að það mun koma illa við fólk og fyr­ir­tæki að bíða út kjör­tíma­bilið með ábyrga fjár­mála­stjórn.

Þess vegna er ákveðinn sam­hljóm­ur í gagn­rýni þeirra.

Fjár­málaráðherra treyst­ir næstu stjórn bet­ur

Fjár­málaráðherra treyst­ir greini­lega næstu rík­is­stjórn bet­ur en þeirri sem nú sit­ur til þess að leysa vand­ann. Það er virðing­ar­vert sjón­ar­mið og raun­sætt. En póli­tíska krepp­an felst í því að fólkið í land­inu og fyr­ir­tæk­in geta ekki beðið í þrjú ár.

Það er ekki ágrein­ing­ur milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Þeir virðast bara ekki ræða hvort mögu­leik­ar eru á sam­komu­lagi þeirra á milli um ábyrga fjár­mála­stjórn. Snerta ekki á mál­inu.

Þegar svo er komið eiga þeir að viður­kenna úrræðal­eysið fyr­ir þjóðinni og fela henni að stokka spil­in upp á nýtt og leyfa trausti fjár­málaráðherra á næstu rík­is­stjórn að blómstra án frek­ari tafa.

Stöðug­leiki við rík­is­stjórn­ar­borðið þjón­ar litl­um til­gangi ef hann dug­ar ekki til að stuðla að stöðug­leika í þjóðarbú­skapn­um.

Um­sagn­irn­ar um fjár­mála­áætl­un­ina sýna að við erum þar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. maí 2022