09 jún Nýtt sveitarstjórnarráð tekur til starfa
Nýtt sveitarstjórnarráð Viðreisnar tók til starfa í gær, á sínum fyrsta fundi eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Þar var ný stjórn kjörin, sem leidd er af Söru Dögg Svanhildardóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ. Önnur í stjórn eru Axel Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Árborg, Halldór Guðjónsson Reykjanesbæ, Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Við óskum þeim til hamingju með kjörið
Sveitarstjórnarráð er samstarfsvettvangur sveitastjórnarmála og er Viðreisn til ráðuneytis um sveitarstjórnarmál. Allt Viðreisnarfólk sem situr sem aðal- eða varamaður í sveitarstjórnum eða situr í nefndum og ráðum sveitarstjórna á sæti í sveitarstjórnarráði.