Ramminn er skakkur

Kom­andi kyn­slóðum stendur ógn af lofts­lags­breyt­ingum og orku­skipti eru mik­il­vægur þáttur í að sporna gegn þeim. Metn­að­ar­full mark­mið og skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­málum gera að verkum að orku­skipti eiga að vera for­gangs­mark­mið. Aðgerða er þörf í þágu orku­skipta. Til þess þarf auk­inn aðgang að end­ur­nýj­an­legri orku sem hægt er að ná fram með betri og skyn­samri nýt­ingu þeirra auð­linda sem þegar eru nýtt­ar, styrk­ingu dreifi­kerfis um landið allt, spar­semi í notkun og auk­inni orku­vinnslu. Sam­hliða ógn af lofts­lags­breyt­ingum er aukin áhersla í sam­fé­lag­inu á mik­il­vægi og verð­mæti óbyggðra víð­erna sem ríkur vilji er til að standa vörð um. Ég held að við skiljum öll að verk­efnið sem þing stóð frammi fyrir við afgreiðslu á ramma­á­ætlun var að ná fram heil­brigðu jafn­vægi milli nýt­ingar og vernd­ar.

Þá hefur mikla þýð­ingu að leik­reglur séu skýrar og að eiga stjórn­tæki á borð við ramma­á­ætl­un. Ramma­á­ætlun er lyk­ill­inn að því að stuðla að sem mestri sátt um þá nýju orku­vinnslu sem þarf til að klára orku­skipti Íslands og standa undir nýjum grænum iðn­aði á Íslandi. Jafn­framt skiptir máli að gagn­sæi og almanna­hags­munir séu leið­ar­stef stjórn­valda þegar grund­vall­ar­á­kvarð­anir á borð við þessar eru tekn­ar.

Töfin hefur bitnað á hags­munum almenn­ings

Sama til­laga og þingið fjallar núna um hefur áður verið lögð fram í þrí­gang en ekki náð fram að ganga. Síðan þá hefur aukin áhersla verið lögð á orku­skipti og orku­ör­yggi. Það er því fagn­að­ar­efni að ramma­á­ætlun sé loks að ná fram að ganga. Það er aug­ljóst hags­muna­mál fyrir orku­skipti og orku­geir­ann en fyrst og fremst almenn­ing í land­inu. En fyr­ir­heit um orku­skipti verða bara orðin tóm ef það fylgir ekki hvernig á að tryggja fram­boð og afhend­ingu raf­orku. Þetta ár hefur und­ir­strikað ræki­lega að það þarf að styrkja flutn­ings­kerf­ið. Hér þarf að sama skapi að horfa á stóru mynd­ina. Leiðin til að ná fram metn­að­ar­fullum mark­miðum er skýr hug­mynda­fræði og skýr verk­stjórn. Það eru mikil tæki­færi fyrir Ísland í þessum mála­flokki, sem þarf að sækja. Ísland getur orðið leið­andi ríki ef vel er að verki stað­ið.

Lær­dómur þessa ferlis er m.a. að færri kostir verði til umfjöll­unar við næsta skref til að auð­velda verkið og koma í veg fyrir að ákvarð­anir séu teknar á grund­velli gagna sem eru komin til ára sinna. Annar lær­dómur er að heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun er tíma­bær. Lög­gjöfin verður að vera þess umkomin að ná fram mark­miðum um orku­ör­yggi, orku­sjálf­stæði og sjálf­bærni. Ramm­inn núna tekur ekki til­lit til umhverf­is­á­hrifa teng­inga við raf­orku­kerf­ið, það er hver umhverf­is­á­hrif raf­lína eru sem þarf að setja upp vegna virkj­ana. Við end­ur­skoðun lag­anna sem von­andi er fram undan verður meg­in­mark­miðið að vera að tryggja fag­leg vinnu­brögð sem eru byggð á mál­efna­legum for­sendum fyrir ákvörð­unum í þágu almanna­hags­muna.

Alþingis að taka ákvarð­anir

Í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um póli­tík rík­is­stjórn­ar­innar með breyt­ingum á flokkun virkj­un­ar­kosta skiptir máli að það er ekki eitt og sér gagn­rýni­vert að gera til­lögur að breyt­ing­um. Það sem skiptir máli er á hvaða for­sendum það er gert. Jákvætt er t.d. að í fyrsta sinn eru til­greindir virkj­un­ar­kostir í vind­orku í ramma­á­ætl­un. Það er þýð­ing­ar­mikið skref. Al­þingi er ekki heldur bundið af til­lögum verk­efn­is­stjórn­ar og það er eðli­legt er að end­an­leg ákvörðun sé á hendi þeirra sem bera á henni póli­tíska ábyrgð. Þingið fær til­lögur í hendur sem það vinnur úr. Það er ein­fald­lega hlut­verk þings­ins. Ákvarð­anir þings­ins verða hins vegar að vera byggðar á sterkum rökum í þágu almanna­hags­muna. Breyt­ingar sem þingið gerir eiga að vera ræki­lega rök­studd­ar, byggðar á skýrum for­sendum og mik­il­vægar breytur verða að vera uppi á borð­um, svo sem um hag­kvæmni virkj­un­ar­kosta og þjóð­fé­lags­leg áhrif.

Þegar þessi mæli­stika er sett á nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans í gær fellur rík­is­stjórnin á próf­inu hvað varðar til­teknar til­lög­ur. Breyt­inga­til­lögur um Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veitu eru alvar­legar og illa rök­studd­ar. Um Hér­aðs­vötn verður að segja hið aug­ljósa. Rök­stuðn­ingur þar að baki er ein­fald­lega veik­ur. Allt bendir til að hér hafi póli­tísk hags­munir leitt af sér nið­ur­stöðu sem fer gegn fag­legu mati og verður ekki rök­studd með því að ríkir almanna­hags­munir hafi verið að baki. Þessi til­laga rík­is­stjórn­ar­innar er dap­ur­legur loka­sprettur á ann­ars vand­aðri vinnu umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Nið­ur­staðan um Kjalöldu­veitu vekur upp stórar spurn­ing­ar. Ekki eru færð fram rök fyrir hvers vegna þarf að meta þann kost aft­ur. Rökin í umfjöllun um neðri hluta Þjórsár eru sömu­leiðis nokkuð mis­vísandi. Talað er um að líta á svæðið sem heild. Engu að síður áréttar meiri hlut­inn að virkj­un­ar­kost­ur­inn Hvamms­virkjun standi óbreytt­ur. Hver er þá nið­ur­stað­an? Var mark­miðið að skila af sér nið­ur­stöðu sem skap­aði óvissu?

Og myndin er bjöguð

Við­reisn hefur talað fyrir því sjón­ar­miði að orku­fyr­ir­tæki skuli nýta sem best þá raf­orku sem má fram­leiða á núver­andi virkj­ana­svæð­um. Flokk­unin frá verk­efna­stjórn virð­ist að meg­in­stefnu byggj­ast á sömu nálg­un. Meiri hlut­inn hefur nú vikið frá þessum við­miðum um ákveðna kosti án þess að fyrir liggi sterkur rök­stuðn­ing­ur. Þá er ekki heldur fjallað um hversu mikil raf­orka fær­ist milli flokka sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unum í heild sinni, né um hag­kvæmni virkj­un­ar­kosta sem fær­ast milli flokka eða þjóð­hags­leg áhrif þeirra.

Vís­ind­anna er að svara því hvað mark­mið um orku­skipti krefj­ast mik­illar orku. Stjórn­mál­anna er hins vegar að svara hvaðan sú orka á að koma og hver for­gangs­röð­unin á að vera. Og stjórn­mál­anna er að svara því hvernig á að ná fram til orku­skiptum og kolefn­is­hlut­leysi árið 2040.

Hug­mynda­fræði rammans gengur út að meta kosti og rök að baki nið­ur­stöð­um. Það er hug­mynda­fræði rík­is­stjórn­ar­innar sem er veiki hlekk­ur­inn, því stórar ákvarð­anir liggja nú í loft­inu án þess að hafa rökin með sér. Fyrir vikið hangir ramm­inn skakkur og myndin í ramm­anum verður bjög­uð.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 16. júní 2022