Mikil­vægi frjáls­lyndis

Síðasta ára­tug hefur ólík hug­mynda­fræði aftur orðið ríkur þáttur pólitískrar um­ræðu og pólitískra á­taka.

Víða á hug­mynda­fræði lýð­ræðis­skipu­lagsins í vök að verjast. Eins vex ein­angrunar­hyggju ás­megin með frá­hvarfi frá hug­mynda­fræði frjálsra við­skipta sem hafa tryggt smáum og stórum ríkjum jafna mögu­leika með sam­eigin­legum leik­reglum í fjöl­þjóða­sam­vinnu.

Brexit er skýrasta dæmið. Þar fór frjáls­lynd hug­mynda­fræði hall­oka fyrir í­halds­semi. Reynslan sýnir nú að at­vinnu­lífið í Bret­landi er í veikari stöðu en áður og launa­fólk mætir að sama skapi meiri þrengingum.

Hér heima hefur hug­mynda­fræði verið bann­orð. En þróunin sýnir að allar þjóðir hafa þörf fyrir að líta á ein­stök við­fangs­efni frá sjónar­horni lang­tíma hug­mynda­stefnu. Í stað tíma­bundinna sér­hags­muna.

Sala á eignar­hlut ríkisins í bönkum er eðli­leg. Og mikil­væg. En það er röng hug­mynda­fræði við söluna að taka hags­muni fjár­festa fram yfir kröfur um virka sam­keppni á fjár­mála­markaði. Sam­keppnin er mikil­vægari fyrir fyrir­tæki og launa­fólk.

Afla­hlut­deildar­kerfi er hag­kvæmt. Hitt vinnur gegn al­mennri þjóð­hags­legri hag­kvæmni að tíma­binda ekki einka­réttinn og taka ekki gjald fyrir verð­mæti hans. Eins og alls staðar er gert með einka­rétt til að nýta al­manna­eign. Einka­af­not út­gerða á sam­eigin­legum auð­lindum þjóðarinnar án eðli­legs auð­linda­gjalds leiðir síðan til mis­mununar á fjár­festinga­markaði.

Land­búnaður er í vörn en ekki sókn. Á­stæðan er sú að hug­mynda­fræði skömmtunar­stjórnar hefur vikið frjáls­lyndum hug­myndum um at­hafna­frelsi til hliðar.

Frjáls gjald­eyris­við­skipti eru mikil­væg. En það er bogin hug­mynda­fræði að tryggja þeim sterkustu rétt til að standa utan við krónu­hag­kerfið en njörva þá veikustu innan þess. Það skapar ó­jafna stöðu.

Þessi mis­munun er ein á­stæða þess að ís­lenskt at­vinnu­líf skrapar botninn í saman­burði á sam­keppnis­hæfni í al­þjóða­við­skiptum og er­lendri fjár­festingu.

Það er kominn tími á breytingar.

Frjáls­lynd hug­mynda­fræði í þágu al­manna­hags­muna þarf að leysa af hólmi ríkjandi stefnu í­halds­semi og sér­hags­muna. Hér fara saman heildar­hags­munir fyrir­tækja og launa­fólks.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2022