01 nóv Hanna Katrín Friðriksson nýr varaformaður Flokkahóps miðjumanna
Hanna Katrín hefur verið kjörin varaformaður Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði og mun vera starfandi formaður fram að aðalfundi í mars 2023 þar sem reglulegar kosningar fara fram. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og er fulltrúi Viðreisnar. Hanna Katrín á sæti í forsætisnefnd Norðurlandaráðs.
Varaformannskjörið þurfti að fara fram þar sem Linda Modig, formaður Flokkahópsins náði ekki endurkjöri á sænska þingið og varaformaðurinn Bertel Haarder gaf ekki kost á sér til endurkjörs í dönsku þingkosningunum sem fara fram 1. nóvember.
Flokkahópur miðjumanna fundaði í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Varaformaður Flokkahóps miðjumanna var einróma kjörinn af stjórn flokkahópsins 31. október.