Skýrt viðbragð

Fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­laga er stans­laust viðbragð við aðstæðum. Und­an­far­in ár hafa verið áhuga­verð fyr­ir alla. Við höf­um þurft að bregðast við ýms­um áskor­un­um, allt frá falli WOW á vor­mánuðum 2019 með vax­andi at­vinnu­leysi og sam­drætti í ferðaþjón­ustu, heims­far­aldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evr­ópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höf­um mjög lengi séð í öll­um hinum vest­ræna heimi og þar af leiðandi hækk­andi verði á öll­um okk­ar aðföng­um.

Fram und­an er óvissa og það má fast­lega gera ráð fyr­ir því að kom­andi ár verði róstu­söm. Það virðist alla­vega ekki ætla að vera nein logn­molla fram und­an, eng­in góðæris­ár sjá­an­leg. Í þeirri fjár­hags­áætl­un sem við leggj­um fram í Reykja­vík ger­um við ráð fyr­ir vexti en við stíg­um einnig ákveðið á brems­una hvað varðar rekst­ur­inn. Þess vegna erum við núna að leggja ríka áherslu á hagræðingu.

Skýr stefna lýs­ir leið

Grund­völl­ur að þeirri hagræðingu og viðbragði sem nú verður farið í er lagður með fjár­mála­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar 2023-2027. Við vilj­um sjá festu og fyr­ir­sjá­an­leika í fjár­mála­stjórn með lang­tíma­stefnu­mót­un fyr­ir hvern mála­flokk, þar sem lýst er áhersl­um og mark­miðum sem rúm­ast inn­an þess fjár­hagsramma, til að forðast fyr­ir­vara­litl­ar breyt­ing­ar. Mæl­an­leg mark­mið eru lögð til grund­vall­ar sem snúa að rekstr­arniður­stöðu, hlut­falli launa­kostnaðar, veltu­fé frá rekstri, lán­töku­hlut­falli, skuldaviðmiði og lág­marks­stöðu hand­bærs fjár.

Skýr krafa um hagræðingu

Gerð er krafa um hagræðingu sem nem­ur um þrem­ur millj­örðum króna í rekstri árið 2023 eða 1,9% sem hlut­fall af veltu. Megin­áhersla er á að ná jafn­vægi í rekstri borg­ar­inn­ar, minnka launa­út­gjöld og fara í verk­efnamiðaðar hagræðing­araðgerðir. Það þýðir að við skoðum hvað við get­um hætt að gera, hvað við vilj­um leggja niður, sam­eina eða end­ur­skipu­leggja. Fjár­fest­ingaráætl­un hef­ur verið lækkuð um níu millj­arða frá fyrri fimm ára áætl­un.

Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu þrjú til fjög­ur ár telj­um við okk­ur geta jafnað okk­ur eft­ir áföll und­an­far­inna ára. Borg­in okk­ar verður því bæði í vexti og aðhaldi á næstu árum.

Met­um arðsemi fjár­fest­inga

Áhersla er lögð á að all­ar fjár­fest­ing­ar verði metn­ar m.t.t. arðsemi og lang­tíma­áhrifa þeirra á borg­ar­sjóð, um­hverfi og sam­fé­lag. Sér­stak­lega þarf að huga að áhrif­um fjár­fest­inga á rekst­ur borg­ar­inn­ar. Upp­bygg­ing­ar­verk­efni þarf því að greina vel. Reykja­vík er borg í mikl­um vexti og til að borg­in nái að þró­ast áfram þarf að vera fjár­hags­legt svig­rúm fyr­ir innviðafjár­fest­ing­ar.

Við spá­um hæg­um bata og að hagræðing­araðgerðir í rekstri borg­ar­inn­ar nái fram að ganga. Það er veiga­mik­il áskor­un að lækka launa­kostnað borg­ar­inn­ar sem hlut­fall af tekj­um eins og sett er fram hér í þess­ari fjár­mála­stefnu en afar mik­il­vægt mark­mið að ná. Við erum staðráðin í að byggja öfl­ugt og þétt borg­ar­líf fyr­ir alla, með nógu fram­boði af hús­næði, sjálf­bær­um hverf­um, heil­næmu um­hverfi, skil­virk­um sam­göng­um og fjöl­breyttu at­vinnu­lífi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. nóvember 2022