Ekki hækka skatta á millistéttina

Viðreisn hef­ur lengi kallað eft­ir auknu aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um, betri rekstri og nýt­ingu fjár­muna. Löngu fyr­ir kór­ónufar­ald­ur­inn vöruðum við við linnu­lausri út­gjaldaþenslu rík­is­sjóðs enda rík­is­fjár­mál­in þá orðin ósjálf­bær. En í stað þess að stíga á brems­urn­ar var gefið í af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Verðbólg­an og gríðar­há­ir vext­ir sem heim­il­in glíma nú við af mikl­um þunga er ein birt­ing­ar­mynd þessa aga­leys­is rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Önnur birt­ing­ar­mynd er að kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna hef­ur rýrnað og hag­vöxt­ur á mann er minnst­ur á Evr­ópu­svæðinu. Þar rek­um við lest­ina. Áralang­ur fjár­laga­halli, sem verður næstu rík­is­stjórn­ar að leysa, er síðan enn ein birt­ing­ar­mynd­in.

 

Betri rekst­ur, ein­fald­ara reglu­verk

Rík­is­stjórn­ar­inn­ar bíður nú það verk­efni að ná tök­um á rekstri rík­is­sjóðs og verða liðsmaður en ekki and­stæðing­ur heim­ila og fyr­ir­tækja. Ég sé að liðsmenn Sjálf­stæðis­flokks­ins stæra sig af að hafa lækkað skatta. Það er gott mál að lækka skatta og á að gera þegar rík­is­sjóður hef­ur efni á því. Hitt er óskilj­an­legra af hverju hinir sömu styðja við rík­is­sjóð sem skil­ur eft­ir sig halla ár eft­ir ár. Það eru ekki ábyrg fjár­mál. Við verðum að leita allra leiða til að ná tök­um á rekstri rík­is­sjóðs. Það kall­ar á aga og jafn­vel óvin­sæl­ar ákv­arðanir. Og að þora að horfa aðeins fram á við.

Við verðum að ein­falda reglu­verk. Það hef­ur í för með sér veru­leg­an þjóðahags­leg­an sparnað, eyk­ur hag­vöxt og treyst­ir stöðu rík­is­sjóðs, eins og OECD hef­ur bent á. Á því þurf­um við halda en Viðreisn hef­ur ít­rekað lagt fram þing­mál sem ýtir und­ir þetta. Á starfs­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur hins veg­ar lítið þokast áfram í þess­um efn­um.

 

Þung­inn á ís­lensk­um heim­il­um

Við þurf­um eðli­leg og sann­gjörn auðlinda­gjöld þar sem raun­veru­lega er greitt fyr­ir aðgang að sam­eig­in­leg­um auðlind­um þjóðar­inn­ar. Hvar sem þær eru. Er markaður­inn besta leiðarljósið til að vísa veg­inn í þeim efn­um. Hinir ósnert­an­legu geta ekki leng­ur ráðið för.

Viðreisn hef­ur einnig ít­rekað að lof­orð stjórn­mála­flokka, hversu göf­ug sem þau eru, verða ekki fjár­mögnuð með auk­inni skatt­heimtu á millistétt­ina. Nóg er nú samt hjá fólki sem stend­ur frammi fyr­ir þrúg­andi vaxta­kostnaði, þar sem hús­næðislán­in hafa snar­hækkað og mat­arkarf­an á Íslandi er með þeim allra dýr­ustu í Evr­ópu. Stjórn­mála­flokk­arn­ir skulda þess­um hópi að leita allra annarra leiða en að hækka skatta.

Við höf­um fengið send mörg dæmi þess að hús­næðislán hafi farið úr 150 þúsund­um í 350 þúsund krón­um á mánuði, úr 190 þúsund­um í 400 þúsund á mánuði. Á fund­um mín­um um landið hafa for­eldr­ar sagt mér af mikl­um áhyggj­um vegna barna þeirra sem hafa farið í íbúðar­kaup en standa vart leng­ur und­ir af­borg­un­um. Þetta eru kenn­ar­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar, raf­virkj­ar, leiðsögu­menn, vélsmiðir, skrif­stofu­fólk. Svipaðar sög­ur heyri ég frá bænd­um sem af metnaði hafa fjár­fest í tækj­um og öðrum búnaði til að efla ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu.

Marg­ir þess­ara ein­stak­linga hafa ekki bak­land sem get­ur stigið inn og aðstoðað. Þetta minn­ir dá­lítið á heil­brigðis­kerfið þar sem ekki er verra ef þú ert rík­ur, frek­ur eða vel tengd­ur. En þannig á það ekki að vera í landi jafnra tæki­færa. Her­kostnaður vegna ís­lensku krón­unn­ar fell­ur af full­um þunga á heim­il­in í land­inu með mikl­um sam­fé­lags­leg­um kostnaði. Líka á bænd­ur, meðan út­vegs­maður­inn er í skjóli af evru­um­hverf­inu. Þetta mun hins veg­ar ger­ast aft­ur og aft­ur og ójöfnuður aukast. Nema ráðist verði að rót­um vand­ans.

 

Erfiður sam­an­b­urður

Þegar kem­ur að skatt­heimtu erum við Íslend­ing­ar á toppn­um með vinaþjóðum okk­ar á Norður­lönd­um. Hér verður nóg að vera nóg. Við hljót­um að geta for­gangsraðað inn­an þessa rúma skatt­aramma. Það er hins veg­ar áhuga­vert að mik­il fram­lög Norður­landaþjóða til her­kostnaðar og varn­ar­mála koma ekki í veg fyr­ir að þær fjár­festi meira í heil­brigðis­kerf­inu en við Íslend­ing­ar. Hvað kem­ur til? Er meiri metnaður þar en hér þegar kem­ur að heil­brigðismál­um? Ég held ekki enda all­ir ís­lensk­ir stjórn­mála­flokk­ar sam­mála um að byggja upp öfl­ugt heil­brigðis­kerfi fyr­ir okk­ur öll. Það er eng­in ný­lunda eða ný vís­indi.

Her­kostnaður okk­ar Íslend­inga er hins veg­ar ís­lenska krón­an og fylgi­fisk­ar henn­ar. Þar með talið um 110 millj­arða vaxta­kostnaður rík­is­sjóðs. Það er sá kostnaðarliður hjá rík­is­sjóði sem Viðreisn vill meðal ann­ars ráðast á í stað þess að boða stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir á millistétt­ina. Millj­arðar sem færu bet­ur í að byggja upp heil­brigðis­kerfið og styrkja innviði.

Ég hjó eft­ir því um dag­inn að ráðherr­um finnst erfitt þegar efna­hags­leg­ur sam­an­b­urður við Fær­eyj­ar er dreg­inn fram. Land sem er ekk­ert ósvipað okk­ar í at­vinnu­hátt­um en með mun færri íbúa. Ætti því frek­ar að vera snún­ara að reka rík­is­sjóð, hvað þá að bjóða upp á hóf­legt vaxtaum­hverfi og stöðugt efna­hags­um­hverfi.

Verðbólg­an í Fær­eyj­um hef­ur ekki verið eins þrálát og hér. Var um 8% fyrr á ár­inu en er kom­in niður í rúm 3% og hús­næðis­vext­ir meira en tvö­falt lægri þar en hér. Fær­eyj­ar eru tengd­ar dönsku krón­unni sem aft­ur er tengd evr­unni. Þetta er sem sagt hægt að gera fyr­ir lítið hag­kerfi. Því má spyrja sig hvaða hags­mun­ir það eru sem koma í veg fyr­ir að veita ís­lensk­um heim­il­um og litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um skjól og jöfn tæki­færi. Og af hverju má ekki skoða málið og treysta þjóðinni fyr­ir næstu skref­um? Það þarf ekki að kafa djúpt til að finna svarið.

 

Nýr gjald­miðill kall­ar á aga í rík­is­fjár­mál­um

Það er hins veg­ar fagnaðarefni að sterk­um rödd­um inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar ofbýður sá veru­leiki sem ís­lensk­um heim­il­um og launþegum er boðið upp á. Aft­ur og aft­ur. Og vilja því skoða aðrar leiðir í gjald­miðils­mál­um. Því þetta þarf ekki að vera svona.

Það að hafa stöðugan gjald­miðil fel­ur í sér al­vöru kjara­bæt­ur. En stöðugur gjald­miðill kall­ar líka á aga í rík­is­fjár­mál­um. Miðað við rekst­ur rík­is­sjóðs síðustu ár er skilj­an­legt að stjórn­ar­flokk­arn­ir treysti sér ekki í verk­efnið. Viðreisn mun hins veg­ar halda áfram að halda öll­um stjórn­mála­flokk­um við efnið. Bæði þegar kem­ur að rekstri rík­is­sjóðs og ákvörðunum um framtíðar­skipu­lag. Því nýr gjald­miðill og upp­taka evru treyst­ir stöðu heim­ila, eyk­ur jöfnuð í sam­fé­lag­inu og efl­ir sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs. Og fyr­ir því mun Viðreisn áfram berj­ast.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. október 2023