Lesskilningur og öryggi ríkisins

Slæm niðurstaða okk­ar í hinni alþjóðlegu PISA-könn­un hef­ur verið mjög til umræðu und­an­farið sem og leit­in að leiðum til úr­bóta. Ísland virðist sem sagt vera í frjálsu falli í lesskiln­ingi, stærðfræðilæsi og nátt­úru­vís­ind­um. Ekki síst voru slá­andi þær frétt­ir að 40% nem­enda geti ekki lesið sér til gagns eft­ir að hafa lokið grunn­skóla­námi á Íslandi.

Þessi staða hef­ur með réttu verið sett í sam­hengi við þau tæki­færi og þau lífs­gæði sem börn í ís­lensk­um skól­um fara fyr­ir vikið á mis við. Það er sann­ar­lega hægt að taka und­ir þær áhyggj­ur. Mig lang­ar þó að ræða málið hér í tengsl­um við annað áhyggju­efni sem varðar fjölþátta­ógn­ir sem steðja að ríkj­um heims.

Hug­takið fjölþátta­ógn­ir er skýrt svo af ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands að það vísi til sam­hæfðra og sam­stilltra aðgerða óvin­veittra ríkja eða aðila sem tengj­ast ríkj­um sem beita fjöl­breytt­um aðferðum á skipu­lagðan hátt til að nýta sér kerf­is­læga veik­leika lýðræðis­ríkja og/​eða stofn­ana þeirra. Til þeirra telj­ist t.d. netárás­ir, efna­hagsþving­an­ir og fjár­fest­ing­ar í lyk­il­innviðum og tæknifyr­ir­tækj­um, fals­frétt­ir og íhlut­un í lýðræðis­lega ferla og stofn­an­ir. Til­gang­ur­inn sé að hafa áhrif á ákv­arðana­töku yf­ir­valda með aðgerðum sem grafa und­an eða skaða viðkom­andi ríki og/​eða stofn­an­ir þess.

Ég er ný­kom­in heim af fundi á veg­um Norður­landaráðs þar sem við feng­um meðal ann­ars kynn­ingu frá sér­fræðing­um sem sér­hæfa sig í að auka viðnámsþrótt lýðræðis­ríkja gegn fjölþátta­ógn­um. Umræða um þess­ar ógn­ir og mik­il­vægi sam­stilltr­ar bar­áttu gegn þeim fær sí­fellt meira vægi í nor­rænni sam­vinnu. Ekki síst um þátt tækninýj­unga í þess­um nýju ógn­um og að sama skapi hvernig við nýt­um tækn­ina til að berj­ast gegn þeim. Hér und­ir ligg­ur auðvitað upp­lýs­inga­óreiða, fals­frétt­ir, skipu­leg­ar áróðurs­her­ferðir þar sem tækn­inni er beitt til að dul­búa áróður sem frétt­ir og áfram mætti telja. Í bak­grunni ligg­ur gjarn­an valda­bar­átta stór­velda og tog­streita milli tveggja ólíkra sam­fé­lags­gerða; lýðræðis­ríkja og ein­ræðis­ríkja.

Í miðjum fyr­ir­lestri um fjölþátta­ógn­ir fór ég að hugsa um PISA. Fór að hugsa um að 40% nem­enda gætu illa lesið sér til gagns. Hvernig það þýðir að hátt hlut­fall ís­lenskra grunn­skóla­barna býr ekki yfir hæfni til að til­einka sér upp­lýs­ing­ar með gagn­rýn­um hætti. Hvernig það get­ur veikt viðnámsþrótt ís­lenskra ung­menna gegn fjölþátta­ógn­um sem eru því miður orðnar veru­leiki sem við búum við.

Mennt­un eyk­ur lífs­gæði fólks. Mennt­un er ör­ygg­is­mál þjóðar. Mennt­un þarf að vera for­gangs­atriði stjórn­valda.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. desember 2023