Þjónustu í stað átaka

Þetta eru auðvitað mjög ólík­ir flokk­ar!

Hvað ætli við höf­um oft heyrt ráðherra og þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans fara með þessa þulu sem af­sök­un fyr­ir stefnu­leys­inu.

Viðbrögð við ómark­viss­um út­gjalda­vexti rík­is­ins: Þess­ir flokk­ar eru auðvitað með ólíka stefnu.

Allt í lás í orku­mál­um: Jú, sjáið til, flokk­arn­ir eru svo ólík­ir.

Sund­ur­lyndið í út­lend­inga­mál­um: Nú eru þetta nátt­úr­lega svo ólík­ir flokk­ar.

Svo eru það heil­brigðismál­in. Senni­lega hef­ur eng­in rík­is­stjórn í upp­hafi fer­ils síns fengið jafn skýr skila­boð frá þjóðinni um að standa í stykk­inu þar. Skatt­ar hér á landi eru háir og þar af fer stór hluti í heil­brigðis­kerfið okk­ar. Eðli­lega. Við vilj­um að fólk njóti góðrar heil­brigðisþjón­ustu án til­lits til efna­hags eða bú­setu. Þetta er grunn­stefið í sam­fé­lags­sátt­mál­an­um okk­ar og verður von­andi áfram um ókomna tíð.

Verk­efnið er ekki ein­falt. Hvorki hér né í þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Vax­andi kostnaður og al­menn­ur skort­ur á heil­brigðis­starfs­fólki er krefj­andi áskor­un sem all­ar þjóðir kann­ast við. En til þess eru stjórn­völd að taka á því.

Á þeim rúma mánuði sem liðinn er af ár­inu hafa birst í fjöl­miðlum frétt­ir af því hvernig veru­lega slæmt ástand á á til­tekn­um deild­um Land­spít­al­ans er orðið fá­rán­lega slæmt. Hvernig sjúk­ling­ar liggja á göng­um og glugga­lausri aðstöðu á bráðamót­töku Land­spít­al­ans dög­um sam­an. Hvernig eldra fólk er fast á spít­al­an­um vegna skorts á hjúkr­un­ar­heim­il­is­rým­um.

Það vant­ar 200 heim­il­is­lækna á land­inu og aðeins helm­ing­ur íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu er með fast­an lækni. Bið eft­ir til­tekn­um aðgerðum hef­ur aldrei verið lengri. Hvernig haldið þið að for­eldr­um barna líði með að bíða í 2-3 ár eft­ir grein­ingu, eft­ir aðstoð? Þetta er lang­ur tími í lífi og þroska­ferli barna.

Þetta ástand er ekki til þess fallið að bæta vinnuaðstöðu og vinnu­álag heil­brigðis­starfs­fólks. Sama fólk og lagði á sig óheyri­legt álag vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins býr enn við það að vera reglu­lega kallað inn úr frí­um vegna mann­eklu.

Það er hægt að leysa þessi verk­efni. Það verður hins veg­ar ekki gert með tveim­ur eða þrem­ur ólík­um stefn­um á sama tíma held­ur með stjórn­völd­um sem hafa skýra sýn og sam­eig­in­leg­an skiln­ing á því hvað virk­ar. Það þarf að auka fjár­magn til að bæta bráðaþjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu og í kjöl­farið búa svo um hnút­ana að fjár­magn bygg­ist á fag­legri grein­ingu á þörf og mati á kostnaði inn­an kerf­is­ins. Þjón­usta við fólk á að vera í önd­vegi, ekki enda­laus átök um hver ger­ir hvað í kerf­inu. Það bíður því nýrr­ar rík­is­stjórn­ar að treysta stoðirn­ar fyr­ir fólkið í land­inu.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. febrúar 2024