Varnaðarorð fagfólksins

Eft­ir ný­af­staðna kjör­dæm­a­viku sem þing­flokk­ur Viðreisn­ar nýtti í heim­sókn­ir og sam­töl við stjórn­end­ur og starfs­fólk fjölda heil­brigðis­stofn­ana og mennta­stofn­ana stend­ur eft­ir þakk­læti vegna alls þess öfl­uga fag­fólks sem held­ur þess­um mik­il­vægu kerf­um okk­ar uppi. En varnaðarorðin heyrðust líka hátt og skýrt og á þau þurf­um við að hlusta.

Mér hef­ur orðið tíðrætt um álagið á heil­brigðis­kerf­inu okk­ar og hvernig stjórn­völd hafa hent ákveðnum úr­lausn­ar­efn­um í fangið á stjórn­end­um þess. Nær­tækt dæmi eru af­leiðing­ar af illa ígrunduðum breyt­ing­um stjórn­valda á heilsu­gæsl­unni sem virðast fyrst og fremst hafa leitt til auk­ins álags á heim­il­is­lækna í formi skri­fræðis. Þegar ég hef spurt hvort þær breyt­ing­ar hafi leitt til betri þjón­ustu við skjól­stæðinga, betri starfsaðstöðu lækn­anna eða betri nýt­ing­ar skatt­pen­inga hafa svör­in verið þau að málið sé í skoðun. Með öðrum orðum, stjórn­völd virðast hafa hlaðið í þess­ar breyt­ing­ar án þess að hafa séð fyr­ir sér hver ávinn­ing­ur­inn ætti að vera fyr­ir sam­fé­lagið. Mark­miðasetn­ing og ár­ang­urs­mæl­ing­ar eru kannski ekki meðal helstu styrk­leika þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar.

Þegar kem­ur að mennta­mál­um stönd­um við frammi fyr­ir áður óþekkt­um áskor­un­um. Örar sam­fé­lags­breyt­ing­ar skapa álag á öll stig skóla­kerf­is­ins og rauði þráður­inn í sam­töl­um við skóla­stjórn­end­ur og kenn­ara er að þau hafi fengið risa­vaxið verk­efnið í fangið án nauðsyn­legr­ar aðstoðar stjórn­valda.

Þetta geng­ur auðvitað ekki. Við vit­um sem er að mennt­un er und­ir­staða jafn­rétt­is, tæki­færa og vel­ferðar í sam­fé­lag­inu okk­ar og um leið for­senda nauðsyn­legr­ar framþró­un­ar. Við eig­um að gefa skóla­stjórn­end­um aukið frelsi til að upp­fylla þessi mik­il­vægu mark­mið og búa þannig um hnút­ana að kenn­ar­ar geti ein­beitt sér að kennslu. Á sama tíma og það er til dæm­is grund­vall­ar­atriði að börn og ung­menni sem ekki hafa ís­lensku að móður­máli fái stuðning og eft­ir­fylgni til að hafa jafn­ar for­send­ur til náms og aðrir nem­end­ur, mega áskor­an­ir sem fylgja breyttri sam­fé­lags­gerð ekki koma niður á tíma kenn­ara og svig­rúmi til að sinna því lyk­il­hlut­verki sem kennsl­an er.

Hér er hópa­stærð nem­enda risa­stórt atriði. Um það vitna bæði orð kenn­ara og nem­enda. Fjöl­margt annað var rætt í heim­sókn­um þing­flokks Viðreisn­ar í skól­ana. Til dæm­is það að skól­ar eru í of rík­um mæli orðnir þjón­ustu­stofn­un þar sem mennt­un­in hef­ur minna vægi en áður. Sí­fellt sé verið að draga kenn­ara í önn­ur verk­efni en kennslu. Við verj­um svo hlut­falls­lega minni fjár­hæð í náms­gagna­gerð en önn­ur nor­ræn lönd á meðan okk­ar litla málsvæði kall­ar á að við leggj­um meiri áherslu á þenn­an þátt.

Og svo að lok­um þetta ákall: Ekki gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á skóla­kerf­inu án póli­tískr­ar umræðu. Póli­tík­in þarf að sýna mennta­mál­um áhuga!

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. mars 2024