Vond meðferð valds

Eft­ir síðustu stóla­skipt­in hjá rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri-grænna sem voru kynnt á dög­un­um var til­tekið sér­stak­lega að ætl­un­in væri að berj­ast gegn verðbólg­unni. Ég legg til að eitt fyrsta skrefið þar verði að ganga í lið með stjórn­ar­and­stöðunni á þingi, Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu, Neyt­enda­sam­tök­un­um, Fé­lagi at­vinnu­rek­enda, Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu, VR og mat­vælaráðuneyt­inu (list­inn er lengri) og viður­kenna að með því að keyra í gegn­um þingið breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um sem und­an­skilja stór fyr­ir­tæki í land­búnaði frá sam­keppn­is­lög­um voru gerð al­var­leg mis­tök sem þarf að leiðrétta.

Þegar breyt­ing­ar­til­lög­ur meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is á mál­inu lágu fyr­ir sendi Sam­keppnis­eft­ir­lit nefnd­inni harðort bréf þar sem sagði m.a. að með þeim yrðu felld­ar niður varn­ir sem sam­keppn­is­lög búa bænd­um og neyt­end­um án þess að aðrar hald­bær­ar kæmu í staðinn. Hér væri unnið gegn hags­mun­um neyt­enda og lík­ur á að verð á kjötvöru til þeirra hækkaði þar sem afurðastöðvum væri nú ætlað sjálf­dæmi um verðlagn­ingu. Einnig væru hags­mun­ir bænda fyr­ir borð born­ir þar sem það aðhald sem þeir gætu sýnt viðsemj­end­um sín­um, m.a. til að stuðla að ásætt­an­legu afurðaverði eða framþróun grein­ar­inn­ar, minnkaði eða hyrfi. Kann­an­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sýndu að nú þegar væru bænd­ur ósátt­ir við stöðu sína gagn­vart afurðastöðvum. Lík­ur væru á því að það ástand myndi versna. Og þetta mál eins og meiri­hlut­inn gekk frá því gæti unnið gegn ný­gerðum kjara­samn­ing­um sem ein­mitt standa von­ir til að geti aðstoðað í bar­átt­unni við hina þrálátu verðbólgu.

Aðrir gagn­rýn­end­ur tala á sömu nót­um. Mat­vælaráðuneytið tel­ur m.a. að lög­in gangi þvert á upp­haf­leg­an til­gang sinn að rétta hag bænda. Til að mynda hafi meiri­hlut­inn fellt niður kröfu um að ein­ung­is fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu bænda, eða und­ir stjórn þeirra, fengju þær und­anþágur sem veita átti frá sam­keppn­is­lög­um. Svo langt hafi verið gengið í hina átt­ina að fyr­ir­tæki sem ein­göngu flytji inn land­búnaðar­af­urðir og jafn­vel þau sem hafi enga starf­semi sem teng­ist land­búnaði geti fallið und­ir und­anþág­una.

Að lok­um seg­ist ráðuneytið bein­lín­is bú­ast við því að laga­setn­ing­in kalli á viðbrögð vegna mögu­legra brota EES-samn­ings­ins vegna sam­keppn­is­mála og neyt­enda­vernd­ar.

Ef rík­is­stjórn­in und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur ein­hvern áhuga á því að tryggja hér heil­brigðar markaðsaðstæður og bæta hag bænda og neyt­enda í stað þess að hygla milliliðum á þeirra kostnað þá leiðrétt­ir hún þessi mis­tök og það sem fyrst.

Það er svo þings­ins að tryggja að þau vinnu­brögð sem voru viðhöfð við þetta mál end­ur­taki sig ekki. Við get­um ekki farið svona með það vald sem okk­ur er gefið.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. apríl 2024