14 maí Nýtt félag Viðreisnar á Akranesi og nágrenni
Stofnfundur Viðreisnar á Akranesi og nágrennis var haldinn í Breið nýsköpunarsetri mánudagskvöldið 13. maí. Þar var góð mæting og enn betri umræður um tækifæri Viðreisnar á Akranesi. Edit Ómarsdóttir var kjörinn formaður nýstofnaðs félags. Undir forystu Editar mun Viðreisn á Akranesi og nágrennis að einsetja sér að vera leiðandi rödd frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og almannahagsmuna á Skaganum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson, varaformaður ávörpuðu fundinn. Að auki sköpuðust líflegar umræður um stöðu svæðisins og stjórnmálanna almennt í landinu.
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu hlutverki og spennt fyrir að starfa með fólkinu á Akranesi“ Segir Edit Ómarsdóttir, nýr formaður Viðreisnar á Akranesi. „ Viðreisn á Akranesi og nágrenni á eftir að verða vettvangur sem á að eftir að skapa eitthvað stórt fyrir okkur í nærsamfélaginu hérna á Skaganum.“
„Það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í fólkinu hérna á Akranesi og finna fyrir áhuganum á að taka þátt í starfi Viðreisnar. Við munum styðja vel við þetta nýja félag og hlökkum til að sjá það blómstra fyrir fólkið á Akranesi og nágrenni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.