24 maí Viðreisn starfar í meirihluta Árborgar
Áfram Árborg, bæjarmálasamtök Viðreisnar, Pírata og óháðra hefur ákveðið að ganga til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í Árborg, til þess að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og velferð íbúa sveitarfélagsins.
Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru í stækkandi sveitarfélagi og munu tryggja að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa.
Axel Sigurðsson, leiðtogi Viðreisnar innan listans og fyrsti varamaður á lista Áfram Árborgar segir mikilvæg verkefni bíða nýs meirihluta;
„Það eru krefjandi verkefni framundan í rekstri sveitafélagins. Við skorumst ekki undan þeirri ábyrgð sem við vorum kjörin til að gegna og stígum upp til að vinna í sameiningu að hagsmunum okkar góða sveitafélags, öllum íbúum þess til heilla.”