Biðlistaónæmi

Það virðist vera sama hvert leiðin ligg­ur; í mat­vöru­búðina, sauma­klúbb­inn, rækt­ina eða á fund með kjós­end­um. Alls staðar er fólk að ræða biðlista og skort á sjálf­sagðri heil­brigðisþjón­ustu. Nú ætla ég ekki að láta eins og þessi umræða sé ný af nál­inni eða komi á óvart, held­ur velta því upp hvort við séum mögu­lega far­in að tala um þessi mál á ann­an hátt en við gerðum áður. Vegna þess að ástand sem við héld­um að væri tíma­bundið er orðið viðvar­andi.

Í stað þess að skipt­ast á dæmi­sög­um úr kerfi sem gæti verið að springa, ræðum við nú tíu mánaða biðlista eft­ir nauðsyn­legri þjón­ustu eins og það sé frek­ar vel sloppið og inn­an eðli­legra marka.

Í stað þess ær­ast yfir kerfi sem geng­ur út á að fólk finni leiðir til að brúa ára­langt bil eft­ir hjúkr­un­ar­heim­ili erum við bara nokkuð feg­in þegar biðin stytt­ist úr fimm árum í fjög­ur. Við erum farið að venj­ast slíkri til­hugs­un. Og þróa með okk­ur biðlista­ónæmi.

Þessi aðlög­un­ar­hæfni er vissu­lega aðdá­un­ar­verð, en hún er á sama tíma óskap­lega dap­ur­leg. Við vit­um al­veg að við eig­um ekki að sætta okk­ur við að börn í vanda bíði í mörg ár eft­ir nauðsyn­legri grein­ingu, hvað þá eft­ir fag­legri aðstoð. Við vit­um líka að okk­ar fyrsta stopp í heil­brigðis­kerf­inu á ekki að vera margra mánaða bið eft­ir tíma hjá heim­il­is­lækni. Það er ekki í lagi.

Kannski er það ein­mitt svona sem við lær­um að um­bera úrræðal­eysi. Með því að slaka á eig­in viðmiðum og færa víg­lín­urn­ar. För­um að sætta okk­ur við ástand sem í raun er óboðlegt í stað þess að leggja alla áherslu á að bæta stöðuna.

Viðreisn hef­ur lagt áherslu á það frá upp­hafi að áskor­un­um í heil­brigðis­kerf­inu verði að mæta af full­um þunga. Að leiðir til úr­bóta verði að fara fram fyr­ir allt annað á for­gangslist­an­um. Um þetta hef­ur reynd­ar verið breið samstaða allra flokka á Íslandi. Samt þokast allt of hægt í rétta átt.

Við stjórn­mála­menn verðum að taka það al­var­lega þegar fólkið í land­inu er hætt að trúa því að lausn­irn­ar séu í sjón­máli. Málið er ekki ein­falt, en það má ekki vera af­sök­un fyr­ir aðgerðal­eysi. Tími starfs­hópa er liðinn og nú er runn­inn upp tími ákv­arðana og aðgerða. Þó miklu fyrr hefði verið. Viðreisn er flokk­ur sem hræðist það verk­efni ekki.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. júní 2024