Frá bryggjuspjalli yfir í hugmyndafræði

Á sjó­mannadag­inn síðasta datt mér í hug að opna á eins kon­ar bryggju­spjall um dag­inn og veg­inn heima í Hafnar­f­irði með því að fara í sjó­mann við þá sem kynnu að hafa gam­an af.
Einn viðmæl­andi nefndi að hann væri sátt­ur við tal Viðreisn­ar um frjáls­lyndi en fynd­ist orðræða okk­ar um Evr­ópu­sam­bandið aðeins of ein­hæf. Ég svaraði að þetta væru tvær hliðar á sama pen­ingi. Önnur hliðin end­ur­speglaði frjáls­lynda hug­mynda­fræði okk­ar. Hin væri dæmi um leið að mark­miðum, sem öll byggðust á frjáls­lyndri hugs­un um lýðræði, frelsi og stöðug­leika.
Póli­tík snýst ein­fald­lega um ólík­ar leiðir að sam­eig­in­leg­um mark­miðum. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og evr­ópska myntsam­starf­inu er þannig hvorki stefna né mark­mið í sjálfu sér. Hún er hins veg­ar væn­leg leið og skyn­söm til að ná mörg­um stefnu­mál­um og mark­miðum fram, sem þjóðin á sam­eig­in­lega.
Tök­um dæmi:

Jöfn tæki­færi

Fyr­ir nokkr­um ára­tug­um var út­flutn­ings­fyr­ir­tækj­un­um tryggð jafn­ari sam­keppn­is­staða með því að leyfa þeim að starfa í gjald­miðla- og vaxtaum­hverfi viðskiptaland­anna. Að yf­ir­gefa krón­una. Það var eðli­legt fyrsta skref í átt að sam­keppn­is­hæfu um­hverfi.
Venju­leg fjöl­skylda sem er að koma sér þaki yfir höfuðið lif­ir við allt önn­ur skil­yrði í krónu­hag­kerf­inu. Vaxta­byrði henn­ar er þre­falt hærri en eig­enda stórr­ar hót­elkeðju sem reis­ir nýtt hót­el. Sömu sögu er að segja af bónd­an­um, sem reis­ir nýtt fjós. Hann greiðir þre­falt hærri vexti en út­vegs­maður­inn sem reis­ir nýtt frysti­hús. Fjöl­skyld­unni og bónd­an­um er bannað að nýta sér sömu tæki­færi og hót­eleig­and­an­um og út­vegs­mann­in­um.
Rík­is­stjórn­in reyn­ir að jafna þenn­an aðstöðumun með hærri vaxta­bót­um og aukn­um lán­tök­um. Sam­fylk­ing­in vill gera það með aukn­um vaxta­bót­um og hærri skött­um. Lausn­ir allra þess­ara flokka eru byggðar á hug­mynda­fræði um milli­færsl­ur og auk­in rík­is­um­svif.
Viðreisn er mót­fall­in milli­færslu­lausn­um, þegar hægt er að kom­ast hjá þeim. Í þessu til­viki er það ein­falt. Með því að tryggja öll­um sama gjald­miðla- og vaxtaum­hverfi og út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in starfa nú þegar í. Þannig er Evr­ópu­sam­bandsaðild­in og upp­taka evru bara leið að mark­miði sem nokkuð breið samstaða er um að sé skyn­sam­leg. Valið er hins veg­ar á milli stjórn­lynd­is eða frjáls­lynd­is.

Ólíkar leiðir að sama marki

Rík­is­skuld­ir Íslands eru ekki háar í sam­an­b­urði við ná­granna­lönd­in. Samt þurf­um við að taka þre­falt stærri sneið af þjóðar­kök­unni en þau til að borga vaxta­gjöld rík­is­sjóðs. Það hef­ur verið póli­tísk ákvörðun að setja tug­um millj­arða meira í vaxta­gjöld en aðrar þjóðir Evr­ópu. Það finnst mér skringi­leg for­gangs­röðun fjár­muna, ekki síst þegar risa­verk­efni inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins og innviðaupp­bygg­ing­ar blasa við. Þetta þreng­ir svig­rúm vel­ferðar­kerf­is­ins í sam­an­b­urði við önn­ur nor­ræn lönd.

Rík­is­stjórn­in leys­ir þetta á hraða snigils­ins með lán­tök­um og skött­um síðar. Sam­fylk­ing­in vill ná mark­miðinu með áfanga­skiptri hækk­un skatta, sem end­ar með að koma Íslandi í efsta sæti á skatt­heimtulista vest­rænna þjóða.
Viðreisn er held­ur ekki með skyndi­lausn en vill tryggja að vel­ferðar­kerfið búi ekki við lak­ari kost en út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in á fjár­mála­markaði. Upp­taka evru myndi lækka vaxta­út­gjöld og gefa vel­ferðar­kerf­inu nauðsyn­legt and­rými og svig­rúm. Á grund­velli frjáls­lyndr­ar hug­mynda­fræði.

Aukið at­vinnu­frelsi

Ein­föld­un reglu­verks er viðfangs­efni sem flest­ir flokk­ar sam­mæl­ast um. Með engri ráðstöf­un hafa þjóðir í Evr­ópu náð lengra í því efni en með sam­eig­in­leg­um leik­regl­um á sviði viðskipta og neyt­enda­vernd­ar. Eitt sam­eig­in­legt reglu­verk í stað þrjá­tíu ólíkra.
Bret­ar reyndu þetta áþreif­an­lega þegar reglu­verkið varð stirðara og skapaði fleiri viðskipta­hindr­an­ir með Brex­it. Hér heima er rík­is­stjórn­in einkar lag­in í heima­til­bún­um lausn­um sem fela í sér að flækja og íþyngja reglu­verk.
Alþjóðleg sam­vinna af þessu tagi hef­ur stór­aukið at­hafna­frelsi ein­stak­linga í at­vinnu­starf­semi jafnt sem list­sköp­un. Með öðrum orðum þá þýðir það meira frelsi fyr­ir borg­ar­ana en minna svig­rúm fyr­ir stjórn­lynda stjórn­mála­menn.
Þannig er Evr­ópu­sam­bandsaðild leið til að ná frjáls­lynd­um mark­miðum og viðhalda þeim.

Gjald­eyr­is­höft­in

Á dög­un­um kom banda­ríski hag­fræðipró­fess­or­inn Robert Ali­ber til lands­ins. Hann kom hér fyrst fyr­ir hrun og benti þá á al­var­leg­ar skekkj­ur í hag­kerf­inu og hef­ur komið hér oft síðan. En að þessu sinni var er­indi hans að tala á ráðstefnu um er­lend­ar fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóða.
Í viðtali við Morg­un­blaðið sagði hann að mik­il­vægt væri að leggja af skipt­ingu milli inn­lendra og er­lendra fjár­fest­inga líf­eyr­is­sjóða. Á ein­földu máli þýðir það að af­nema gjald­eyr­is­höft­in á sjóðina.
Þau höft jafn­gilda ríf­lega heilli þjóðarfram­leiðslu og eru senni­lega um­fangs­mestu gjald­eyr­is­höft sem fyr­ir­finn­ast í vest­ræn­um markaðsbú­skap. Hlut­falls­legt um­fang haft­anna hef­ur vaxið með hverju ári. Til­gang­ur þeirra er að halda uppi gengi krón­unn­ar. Rán­dýr hliðar­veru­leiki ís­lensku krón­unn­ar.
Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja frem­ur gjald­eyr­is­höft en að líf­eyri­s­kerfið njóti jafnra mögu­leika á fjár­mála­markaði og út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in. Spari­fé lands­manna er haldið í gísl­ingu til að halda lífi í gölluðu fyr­ir­komu­lagi. Sam­fylk­ing­in virðist ný­lega einnig hafa lagst á þá sveif.
Þessi höft valda margs kon­ar skekkju í þjóðarbú­skapn­um. Við sjá­um að einka­fjár­magn vík­ur í rík­ari mæli fyr­ir fé­lags­legu fjár­magni, líf­eyr­is­sjóðunum í at­vinnu­líf­inu.
Hér hef­ur frjáls­lynd hugs­un vikið fyr­ir stjórn­lynd­um viðhorf­um. Því vill Viðreisn breyta. Eina leiðin til að tryggja að líf­eyri­s­kerfið njóti sömu mögu­leika og út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in er að taka upp evru. Og eina leiðin til að heim­il­in sitji við sama borð og út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in er að taka upp evru. Viðreisn set­ur þau frjáls­lyndu viðhorf í for­gang. Evr­an er bara verk­færið til þess.

Meiri hug­mynda­fræði og póli­tík

Við í Viðreisn töl­um fyr­ir jöfn­um tæki­fær­um og erum óhrædd að sýna að við fylgj­um þeirri póli­tík í verki.
Spurn­ing viðmæl­anda míns á sjó­mannadag­inn var því kær­komið til­efni til að stinga enn og aft­ur niður penna um mik­il­vægi heild­ar­sýn­ar á póli­tísk viðfangs­efni og að stefna lands­ins bygg­ist á traust­um hug­mynda­fræðileg­um grunni.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. júní 2024