Opið bréf til Framsóknarflokksins

Ég var að hlusta á ágæt­ar umræður í Viku­lok­un­um þar sem full­trúi Fram­sókn­ar talaði um nauðsyn þess að koma á fót nýju fyr­ir­komu­lagi þar sem bænd­ur fái lán á „sann­gjörn­um kjör­um“ til langs tíma. Þau nýju lán yrðu notuð til að greiða niður þau lán sem bænd­ur eru með núna því vext­irn­ir eru að sliga bú­skap­inn.

Samúð mín með bænd­um vegna vaxta og verðbólgu er mjög mik­il. En samúð mín vegna hárr­ar verðbólgu og sér­ís­lensku ok­ur­vaxt­anna nær líka til fjöl­skyldna og smærri og stærri fyr­ir­tækja sem glíma við ná­kvæm­lega sama vanda. Venju­leg­ar fjöl­skyld­ur sem þurfa að taka 40 til 70 millj­óna króna lán á 10 pró­senta vöxt­um til að eign­ast heim­ili gætu vafa­lítið líka hugsað sér nýtt fyr­ir­komu­lag þar sem heim­il­in fái lán á „sann­gjörn­um kjör­um“ til að greiða niður ok­ur­lán­in sem þau eru með í dag.

Full­trúi Fram­sókn­ar horf­ir al­ger­lega fram hjá því að það er til aðferð sem trygg­ir bænd­um en líka fjöl­skyld­um og smærri og stærri fyr­ir­tækj­um betri vaxta­kjör til lengri tíma. Það fyr­ir­komu­lag felst í nýj­um gjald­miðli sem nýt­ur trú­verðug­leika í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Þeir sem loka aug­un­um fyr­ir þess­ari ein­földu og aug­ljósu staðreynd, og vilja fara þessa til­teknu fram­sókn­ar­leið, eru í raun tals­menn þess að vaxtapínd heim­ili lands­ins greiði niður með bein­um hætti vaxta­ánauð einn­ar stétt­ar um­fram aðrar.

Mun skyn­sam­legra væri að út­rýma í eitt skipti fyr­ir öll kerf­is­vanda krón­unn­ar og koma var­an­lega á stöðugra um­hverfi fyr­ir okk­ur öll. Bænd­ur og heim­il­in.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. júní 2024