Reykvíkingar eiga betra skilið

Póli­tík­in er skrít­in tík. Ein skýr­asta birt­ing­ar­mynd þeirr­ar staðreynd­ar er óskilj­an­leg andstaða ým­issa sjálf­stæðismanna við úr­bæt­ur í sam­göngu­mál­um Reyk­vík­inga síðustu ár. Spurn­ing­in sem hef­ur legið í loft­inu er: Hvað hafa íbú­ar Reykja­vík­ur eig­in­lega gert Sjálf­stæðis­flokkn­um? Svari hver fyr­ir sig.

Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins hafa lengi kallað eft­ir því að sam­göngu­kerfið verði upp­fært í sam­ræmi við fjölg­un íbúa og bíla. Bara frá ár­inu 2019 hef­ur íbú­um svæðis­ins fjölgað um 21.000 og bíl­um um 16.000. All­ar grein­ing­ar á stöðunni og leiðum til úr­bóta sýna að fjöl­breytt­ar sam­göngu­leiðir skila mest­um ár­angi auk þess að mæta kröf­um íbúa um frelsi til að velja sér sam­göngu­máta. Því fleiri íbú­ar sem velja al­menn­ings­sam­göng­ur eða hjól, því meira pláss fyr­ir bíla. Þetta er ekki póli­tísk skoðun, þetta er grunn­skóla­stærðfræði.

Sem þingmaður Reykja­vík­ur fagna ég skýrri af­stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins til end­ur­skoðaðs sam­göngusátt­mála höfðborg­ar­svæðis­ins þar sem hann tek­ur af all­an vafa um stuðning við löngu tíma­bær­ar og nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir í sam­göngu­mál­um. Jafnt fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu stofn­vega sem al­menn­ings­sam­gangna. Í Morg­un­blaði gær­dags­ins seg­ir Bjarni að al­menn sátt ríki um að við mun­um ekki leysa úr sam­göngu­áskor­un­un­um nema með öfl­ug­um al­menn­ings­sam­göng­um og sterku göngu- og hjól­reiðastíga­kerfi ásamt mik­il­væg­um stofn­vega­fram­kvæmd­um.

Lífs­gæði borg­ar­búa verða þá von­andi ekki leng­ur bit­bein í póli­tísku fýlukasti. Sam­göngusátt­mál­inn var und­ir­ritaður í gær með fyr­ir­vara um samþykkt Alþing­is og sveit­ar­fé­lag­anna sex á höfuðborg­ar­svæðinu. Hér er auðvitað um gríðarlega innviðafjár­fest­ingu að ræða en heild­ar­kostnaður til árs­ins 2040 er áætlaður um 311 millj­arðar króna. Þar af fara 42% í stofn­vegi, 42% í borg­ar­línu, 13% í hjóla- og göngu­stíga og 3% í um­ferðar­stýr­ingu.

Í ljósi þessa mikla kostnaðar er ljóst að fjár­mögn­un­in verður rædd í þaula á Alþingi. Í bjart­sýniskasti vegna orða for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins ætla ég að vona að sú umræða verði mál­efna­leg. Að sam­hliða umræðu um kostnað verði rætt um ávinn­ing en hann er tal­inn nema nær fjór­föld­um kostnaði eða ríf­lega 1.100 millj­örðum króna. Og til að setja sam­göngu­úr­bæt­ur og lífs­gæði Reyk­vík­inga í enn frek­ara tölu­legt sam­hengi má minna á að vaxta­gjöld rík­is­ins nema ár­lega um 80 millj­örðum króna. Sum­ir mættu kannski frek­ar taka fýlukast yfir þeirri sóun.

Viðreisn vill létta fólki róður­inn, þar skipta góðar sam­göng­ur miklu máli. Ég gleðst yfir því að það hef­ur fjölgað í hópi þeirra sem vilja þannig auka lífs­gæði borg­ar­búa og ég tek und­ir með Ein­ari Þor­steins­syni borg­ar­stjóra með að sag­an muni ekki vera hliðholl þeim sem vilja tefja enn frek­ar sam­göngu­úr­bæt­ur í Reykja­vík.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. ágúst 2024