Við erum sterkari saman

Við höf­um beðið í heil 50 ár eft­ir því að fá fulla aðild að Norður­landaráði og nú er þol­in­mæðin á þrot­um. Svona hljóðuðu skila­boðin frá Ak­sel V. Johann­esen lög­manni Fær­eyja í setn­ing­ar­ræðu hans á fær­eyska þing­inu í síðustu viku. Þau voru í sam­ræmi við skila­boð Mute B. Egede for­sæt­is­ráðherra Græn­lands sem í sum­ar til­kynnti að hann hygðist draga Græn­land út úr nor­rænu sam­starfi ef ekki yrði breyt­ing á aðkomu þeirra þar.

Þessi al­var­lega staða mun án nokk­urs vafa setja mark sitt á þing Norður­landaráðs sem haldið verður í Reykja­vík í lok októ­ber. Á þing­inu er fyr­ir­hugað að taka til af­greiðslu til­lög­ur vinnu­hóps sem ég stýrði og varða löngu tíma­bæra end­ur­skoðun á Hels­ing­fors­samn­ingn­um, svo­kallaðri stjórn­ar­skrá hins nor­ræna sam­starfs. Samn­ing­ur­inn sem var und­ir­ritaður 1962 var síðast end­ur­skoðaður fyr­ir tæp­um þrjá­tíu árum. Vinnu­hóp­ur­inn var sam­mála um mik­il­vægi ákveðinna breyt­inga, ekki síst þeirra sem varða áhersl­ur í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um, af­nám landa­mæra­hindr­ana og lofts­lags­mál.

Það var margt annað und­ir í end­ur­skoðun á því nor­ræna sam­starfi sem Hels­ink­i­samn­ing­ur­inn ramm­ar inn. Í Reykja­vík í haust munu þing­menn Norður­landaráðs síðan greiða at­kvæði um að vísa til­lög­um vinnu­hóps­ins til rík­is­stjórna Norður­land­anna til áfram­hald­andi vinnu. Ef marka má umræður á þemaþingi Norður­landaráðs í Fær­eyj­um í apríl þar sem ég kynnti til­lög­urn­ar er ekki ástæða til að ætla annað en að mik­il samstaða ríki um að vísa þeim áfram til frek­ari úr­vinnslu og fram­kvæmda. Eitt mál er þó enn óaf­greitt. Vinnu­hóp­ur­inn klofnaði í af­stöðu sinni til auk­inn­ar aðild­ar Fær­eyja, Græn­lands og Álands­eyja að Norður­landaráði og lagði því fram tvær til­lög­ur sem ganga mis­langt í þá átt.

Stjórn­völd í Græn­landi og Fær­eyj­um hafa nú sent skýr skila­boð um að samþykki þing Norður­landaráðs í haust ekki til­lög­una sem geng­ur lengra muni þau draga sig úr nor­rænu sam­starfi. Til­lag­an fel­ur í gróf­um drátt­um í sér að þátt­tak­an bygg­ist á jafn­ræði milli land­anna og end­ur­spegli þró­un­ina í sjálfs­stjórn­ar­mál­um Álands­eyja, Fær­eyja og Græn­lands.

Öflugt nor­rænt sam­starf hef­ur senni­lega aldrei verið eins mik­il­vægt og nú. Styrj­öld í Evr­ópu og vax­andi ógn við lýðræðið í mörg­um lönd­um álf­unn­ar auk lofts­lags­breyt­inga sem snerta ekki síst okk­ur hér á norður­slóðum ættu að vera okk­ur öll­um sterk áminn­ing um að þétta raðirn­ar. Til­gang­ur­inn með end­ur­skoðun Hels­ing­fors­samn­ings­ins er að styrkja nor­rænt sam­starf í nútíð og framtíð. Von­andi ber­um við gæfu til að átta okk­ur á því að frek­ari aðild Fær­eyja, Græn­lands og Álands­eyja að Norður­landaráði styrk­ir það mik­il­væga mark­mið. Þetta mál þarf að leysa far­sæl­lega.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. ágúst 2024