Traust fjármálastjórnun og langtímasýn

Að stýra op­in­ber­um fjár­mál­um er lang­tíma­verk­efni og á ekki að vera háð dæg­ur­sveiflu eða skamm­tíma­mark­miðum. Fjár­mál op­in­berra aðila kalla á skýra sýn, festu og eft­ir­fylgni ákv­arðana. Síðan Viðreisn kom inn í borg­ar­mál­in höf­um við tek­ist á við heims­far­ald­ur, aukið at­vinnu­leysi, háa vexti og verðbólgu. Við höf­um siglt skip­inu af festu en líka brugðist við eins og þurfti, líkt og við gerðum í heims­far­aldr­in­um. Þá juk­um við í fjár­fest­ingu, fór­um í vinnu­markaðsaðgerðir og þjón­ustu­stofn­an­ir borg­ar­inn­ar réðu inn fólk til að mæta sótt­vörn­um og hólf­un­um.

Viðreisn í Reykja­vík studdi inn­spýt­ingu og fjár­fest­ingu í heims­far­aldri ásamt meiri­hlut­an­um í Reykja­vík. Við hins veg­ar sett­um okk­ur skýra fjár­mála­sýn um hvernig við ætt­um að bakka úr þess­um viðbrögðum og stýra fjár­mál­um borg­ar­inn­ar til framtíðar. Sú sýn birt­ist, að und­ir­lagi okk­ar í Viðreisn, í nýrri fjár­mála­stefnu borg­ar­inn­ar með mæl­an­leg­um lyk­il­töl­um sem eru leiðar­vís­ir fjár­mála­stjórn­un­ar borg­ar­inn­ar í dag.

Viðsnún­ing­ur með skýra stefnu

Lang­tíma­sýn með skýra fjár­mála­stefnu kall­ar á aðgerðir, og því fór­um við strax eft­ir heims­far­ald­ur í um 100 aðgerðir, hagræðingu og aðhald. Aðgerðir sem hafa áhrif til langs tíma og stöðugs aðhalds í út­gjöld­um. Hagræðing í fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga kall­ar alltaf á erfiðar ákv­arðanir því rekst­ur sveit­ar­fé­laga snýst um nærþjón­ustu við íbúa sem all­ir nota þjón­ustu borg­ar­inn­ar og all­ir hafa skoðun á. Því þarf skýra sýn og út­hald í aðgerðir til að snúa fjár­mál­um við á tím­um hárr­ar verðbólgu og stýri­vaxta.

Það er út­gjalda­lítið fyr­ir stjórn­mála­menn að lofa aukn­um út­gjöld­um á slík­um tím­um og auka skuld­ir í stað þess að draga úr þenslu og verðbólgu. Þetta er sú lína sem rík­is­stjórn­in hef­ur reynt und­an­far­in ár en sit­ur þess í stað uppi með langvar­andi verðbólgu og háa vexti, áætlaðan halla á rík­is­sjóði fram að lok­um næsta kjör­tíma­bils og mjög ósátta þjóð. Hinn kost­ur­inn hefði verið að bregðast við með hags­muni al­menn­ings í huga og hafa hug­rekki til að taka erfiðar ákv­arðanir til að hægt sé að nýta vaxta­gjöld til að efla þjón­ustu við fólk.

Við sjá­um nú fyrstu merki um viðsnún­ing í sex mánaða upp­gjöri borg­ar­inn­ar sem sýn­ir að rekst­ur borg­ar­inn­ar er rétt­um meg­in við núllið og mun skila um 200 millj­óna króna af­gangi. Ef þetta helst út árið stefn­ir í að A-hluti borg­ar­inn­ar verði rek­inn með af­gangi í fyrsta sinn síðan fyr­ir heims­far­ald­ur. Rekstr­arniðurstaða bæði A- og B-hluta er einnig já­kvæð um 406 millj­ón­ir og er 7,1 millj­arði betri en á sama tíma í fyrra.

Áhersla á góða þjón­ustu við borg­ar­búa

Hagræðing og aðgerðir eru ekki bara til þess falln­ar að bæta fjár­mál­in, held­ur einnig til þess að bæta þjón­ustu. Okk­ar megin­áhersla er að bjóða upp á góða þjón­ustu fyr­ir borg­ar­búa. Við höf­um þurft að taka erfiðar ákv­arðanir sem ekki falla alltaf vel í kramið en lög­bund­in þjón­usta hef­ur fengið al­gjör­an for­gang hjá okk­ur í meiri­hlut­an­um í Reykja­vík. Þannig höf­um við ekk­ert gefið eft­ir í þjón­ustu við aldrað fólk eða fatlað. Sett mikið átak í viðhaldsaðgerðir skóla og leik­skóla og haldið dampi í „Brú­um bilið“. Hins veg­ar höf­um við klipið af þjón­ustu­tíma sund­lauga á tím­um þegar lág­marksaðsókn er og stytt af­greiðslu­tíma fé­lags­miðstöðva ung­linga um 15 mín­út­ur svo eitt­hvað sé nefnt en það er hvorki auðvelt né ein­falt.

Við fór­um í um 100 aðgerðir því það er eng­in leið að hagræða inn­an sveit­ar­fé­laga öðru­vísi en að það sé gert á mörg­um stöðum.

Að halda að hægt sé að fara í aðgerðir án þess að það kalli á breyt­ing­ar er ein­föld­um og í raun blekk­ing. Ekk­ert kerfi á að vera hrætt við breyt­ing­ar og að mínu mati eru stöðugar breyt­ing­ar góðar, þær halda okk­ur á tán­um og krefjast þess að við hlaup­um hratt og get­um brugðist við. Breyt­ing­ar inn­an kerfa kalla á flæði og hreyf­ingu sem er mik­il­væg til að ekki verði stöðnun.

Okk­ar sýn er að verja lög­bundna grunnþjón­ustu borg­ar­inn­ar, efla innviði og stuðla að góðu mann­lífi. Það ger­um við með traustri fjár­mála­stjórn­un og lang­tíma­sýn.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2024