24 okt Hanna Katrín leiðir í Reykjavík norður
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta.
Hanna Katrín segist fyrst og fremst þakklát fyrir það mikla traust sem henni er sýnt.
„Svo er ég algjörlega í skýjunum með þennan sterka og fjölbreytta lista sem við erum að tefla fram. Það verður óhemju gaman að fara inn í þessa kosningabaráttu með öllu þessu frábæra fólki. Viðreisn hefur nýtt tímann vel undanfarin ár. Við höfum hlustað á fólkið og erum, í þeim anda, að setja fram lausnir sem fólk hefur kallað eftir úti í samfélaginu um árabil. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi vikum. Við hreinlega iðum í skinninu,“ segir Hanna Katrín.
Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni:
- Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður
- Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
- Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
- Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur
- Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur
- Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála
- Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur
- Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri
- Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri
- Noorina Khalikyar, læknir
- Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
- Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri
- Natan Kolbeinsson, sölumaður
- Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri
- Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi
- Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi
- Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR
- Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
- Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi
- Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi