Ísland og umheimurinn

Rétt eins og und­an­far­in ár hef­ur árið sem nú er að líða ein­kennst af óró­leika og stríðsátök­um á alþjóðavett­vangi. Hér á Íslandi hef­ur þessi staða leitt til auk­inn­ar áherslu á ut­an­rík­is­mál, ekki síst á ör­ygg­is- og varn­ar­mál eins og merkja má á þeirri miklu upp­bygg­ingu hernaðarmann­virkja sem hef­ur átt sér stað á varn­ar­svæðinu í Kefla­vík.

Und­an­far­in 80 ár hef­ur Ísland verið frjálst og full­valda ríki. Sú staðreynd hef­ur end­ur­spegl­ast í stöðu okk­ar á alþjóðavett­vangi. Örfá­um árum eft­ir stofn­un lýðveld­is­ins 1944 urðum við aðilar að Sam­einuðu þjóðunum og eitt af stofn­ríkj­um NATO. Við erum í sam­starfi við okk­ar nor­rænu frændþjóðir og erum aðilar að Alþjóðaviðskipta­stofn­un­inni, Schengen-sam­starf­inu og samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið svo dæmi séu tek­in.

Við höf­um sem frjálst og full­valda ríki tekið ákvörðun um að vera full­gild­ir þátt­tak­end­ur á vett­vangi þessa fjöl­breytta sam­starfs sem hef­ur mik­il áhrif á hags­muni okk­ar, þar með talið ör­ygg­is­mál. Af sömu ástæðu er ég þeirr­ar skoðunar að við ætt­um að vera hluti af Evr­ópu­sam­band­inu og standa þar jafn­fæt­is þeim sjálf­stæðu og full­valda Evr­ópuþjóðum sem sjá hags­mun­um sín­um best borgið þar.

Það er hins veg­ar mik­il­vægi nor­ræns sam­starfs sem ég vil árétta hér enda hef­ur það senni­lega aldrei verið jafn mik­il­vægt og nú. Stríð í Evr­ópu og vax­andi ógn við lýðræðið í mörg­um lönd­um álf­unn­ar auk lofts­lags­breyt­inga sem snerta ekki síst okk­ur hér á norður­slóðum ættu að vera okk­ur öll­um sterk áminn­ing um að þétta raðirn­ar.

Í síðasta mánuði náðist mik­il­væg­ur og langþráður áfangi í nor­rænu sam­starfi þegar þing Norður­landaráðs, sem haldið var hér í Reykja­vík und­ir for­mennsku Íslands, samþykkti ein­róma að vísa til­lög­um vinnu­hóps á veg­um ráðsins um end­ur­skoðun Hels­ink­i­samn­ings­ins til rík­is­stjórna Norður­land­anna til áfram­hald­andi vinnu. Hels­ink­i­samn­ing­ur­inn sem er und­ir­staða nor­ræns sam­starfs er gjarn­an nefnd­ur hin nor­ræna stjórn­ar­skrá. Hann var und­ir­ritaður árið 1962 og síðast end­ur­skoðaður fyr­ir tæp­um 30 árum. Á vett­vangi Norður­landaráðs hef­ur und­an­far­in ár verið vax­andi þungi í umræðu um mik­il­vægi þess að end­ur­skoða samn­ing­inn til að styrkja nor­rænt sam­starf. Í þeirri umræðu hef­ur sér­stak­lega verið bent á að ákvæði um varn­ar- og ör­ygg­is­mál væri ekki að finna í samn­ingn­um. Eins vantaði áhersl­ur á viðbrögð við ýms­um sam­fé­lag­sógn­um sem ekki voru til staðar fyr­ir ein­hverj­um ára­tug­um síðan.

End­ur­skoðun Hels­ink­i­samn­ings­ins hef­ur þannig gefið gott tæki­færi til að ramma inn áhersl­ur í nor­rænu sam­starfi í breytt­um heimi þar sem full ástæða er fyr­ir okk­ur að taka hönd­um sam­an um að verja þau gildi sem hafa lagt grunn að nor­rænni vel­ferð.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. desember 2024