Ráðuneyti útflutnings og byggðamála tekur til starfa

Í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum und­ir lok síðasta árs lögðu odd­vit­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar áherslu á að byggja upp öfl­ugt ráðuneyti sem styður grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar. Niðurstaðan var stofn­un nýs at­vinnu­vegaráðuneyt­is, sem mér var falið það mik­il­væga hlut­verk að byggja upp.

Ráðuneytið er byggt á grunni mat­vælaráðuneyt­is­ins sem held­ur á mál­efn­um fisk­veiða, land­búnaðar, mat­væla (þ.m.t. fisk­eld­is), mat­væla­ör­ygg­is og dýra­vel­ferðar. Nú bæt­ast við mál­efni ferðaþjón­ustu, iðnaðar og viðskipta- og neyt­enda­mála sem styrkja grunn þess enn frek­ar.

Árið 2023 fluttu Íslend­ing­ar út vör­ur og þjón­ustu fyr­ir alls 1.800 millj­arða króna. Ferðaþjón­ust­an stóð að baki þriðjungi þess­ara verðmæta eða 600 millj­örðum. Við flutt­um út sjáv­ar­fang fyr­ir 350 millj­arða og iðnvör­ur fyr­ir 500 millj­arða, þar af var út­flutn­ing­ur áls 320 millj­arðar. Þá nam út­flutn­ing­ur fisk­eldisaf­urða 46 millj­örðum og land­búnaðar­vör­ur voru flutt­ar út fyr­ir átta millj­arða. Sam­an­lagt nem­ur þetta rúm­lega 1.550 millj­örðum eða 86% af öll­um út­flutn­ings­tekj­um Íslend­inga það árið. Það væri því hægt að kalla þetta nýja ráðuneyti út­flutn­ings­ráðuneytið.

Útflutn­ing­ur skipt­ir okk­ur gríðar­miklu máli. Í hvert skipti sem við kaup­um vöru eða þjón­ustu í út­lönd­um þurf­um við að greiða fyr­ir það í er­lend­um gjald­miðli. Ef við flytj­um ekki út verðmæti þá þurf­um við að taka lán fyr­ir öllu því sem við flytj­um inn. Það end­ar auðvitað með ósköp­um.

Sam­ein­ing allra þess­ara at­vinnu­greina inn­an eins ráðuneyt­is skap­ar ein­stakt tæki­færi. Með nánu sam­starfi og sam­legðaráhrif­um milli greina mun­um við leggja áherslu á aukna sam­keppn­is­hæfni, ábyrga nýt­ingu auðlinda og ný­sköp­un. Leiðarljós okk­ar verður jafn­vægi þriggja stoða sjálf­bærn­inn­ar: efna­hags, sam­fé­lags og um­hverf­is.

Við mun­um virkja hug­vit og fram­taks­semi lands­manna til að efla þessa at­vinnu­vegi Íslands með nýrri verðmæta­sköp­un, auk­inni sam­keppn­is­hæfni og meiri sjálf­bærni að leiðarljósi. Með öfl­ugu sam­starfi við at­vinnu­líf og sam­fé­lög tryggj­um við að all­ar grein­ar ráðuneyt­is­ins stuðli að framþróun og styrk­ingu efna­hags­lífs­ins til hags­bóta fyr­ir þjóðina.

Sjáv­ar­út­veg­ur, fisk­eldi, land­búnaður og ferðaþjón­usta eru grunn­atvinnu­veg­ir lands­byggðar­inn­ar og gegna lyk­il­hlut­verki í að tryggja sam­fé­lags­lega festu í öll­um lands­hlut­um. Við mun­um leggja sér­staka áherslu á þátt þess­ara greina í lífi og starfi í hinum dreifðu byggðum lands­ins. Það eru spenn­andi tæki­færi til þess að gera vel í öll­um þess­um grein­um á mis­mun­andi hátt í öll­um fjórðung­um lands­ins.

Framtíðin er björt ef við vinn­um sam­an og setj­um rétt verk­efni í for­gang. Með ný­sköp­un, mark­vissu átaki og ábyrg­um vinnu­brögðum get­um við tryggt að Ísland verði áfram leiðandi í verðmæta­sköp­un, fé­lagsauði og sjálf­bærni.

Framtíðin er í okk­ar hönd­um.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. janúar 2025