Í þágu almannahagsmuna

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ein mik­il­væg­asta at­vinnu­grein Íslands og ber að tryggja að auðlind­in skili eðli­leg­um tekj­um til sam­fé­lags­ins. Rík­is­stjórn­in hef­ur nú ákveðið að leiðrétta veiðigjöld­in, þannig að þau end­ur­spegli bet­ur raun­veru­legt verðmæti afl­ans og tryggi sann­gjarna skipt­ingu arðsins af sam­eig­in­legri auðlind þjóðar­inn­ar.

Við end­ur­skoðun á veiðigjöld­um kom í ljós að nú­ver­andi aðferð end­ur­spegl­ar ekki raun­veru­legt afla­verðmæti nytja­stofna og er frum­varpið lagt fram til að bæta þar úr. Stærst­ur hluti veidds fisks fer í vinnslu inn­an sömu fyr­ir­tækja­sam­stæðna og verðlagn­ing í þeim viðskipt­um hef­ur ekki end­ur­speglað markaðsverð. Þetta hef­ur leitt til þess að veiðigjöld hafa verið of lág og end­ur­spegla ekki upp­runa­lega hug­mynda­fræði um skipt­ingu hagnaðar af veiðum.

Til að tryggja rétt­læti í gjald­töku verður nú stuðst við raun­veru­legt verðmæti afl­ans. Þessi breyt­ing er mik­il­vægt skref í að tryggja að auðlind­in skili rétt­lát­um tekj­um til sam­fé­lags­ins.

Þrátt fyr­ir hækk­un veiðigjalda er út­gerðin vel af­lögu­fær. Ef leiðrétt­ing­in hefði verið gerð árið 2023 hefði fram­legð fyr­ir­tækj­anna farið úr 93,8 millj­örðum í 84,2 millj­arða og sam­an­lagður hagnaður þeirra úr 67,5 millj­örðum í 59,9 millj­arða. Þó að þetta sé um­tals­verð lækk­un, þá er ljóst að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafa sterk­an rekstr­ar­grund­völl og munu áfram njóta góðs af arðbærri auðlinda­nýt­ingu.

Þess­um fyr­ir­tækj­um hef­ur gengið vel und­an­far­in ár en bók­fært eigið fé út­vegs­fyr­ir­tækja hef­ur auk­ist um 150 millj­arða á síðustu árum, fór úr 300 millj­örðum árið 2018 í 450 millj­arða árið 2022. Fjár­magnið nýt­ist í ýmis verk­efni en í árs­lok 2019 áttu tutt­ugu stærstu út­gerðir lands­ins bók­færða eign­ar­hluti í öðrum fé­lög­um en út­gerðarfé­lög­um upp á tæp­lega 180 millj­arða króna.

Veiðigjöld taka mið af aðstæðum. Þegar markaðsaðstæður eru hag­stæðar skil­ar auðlind­in meiri tekj­um til sam­fé­lags­ins, en þegar erfiðleik­ar steðja að lækka gjöld­in í sam­ræmi við af­komu grein­ar­inn­ar.

Árið 2023 nam kostnaður rík­is­ins við þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn um 11 millj­örðum króna en tekj­ur af veiðigjaldi voru um 10 millj­arðar. Með nýrri út­reikn­ingsaðferð mun þessi mis­mun­ur lag­ast og tekj­ur af veiðigjaldi að auki stuðla að auk­inni fjár­mögn­un innviða og brýnna verk­efna eins og vega­gerðar um land allt.

Við mun­um áfram vinna að því að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé öfl­ug­ur og sam­keppn­is­hæf­ur, en um leið tryggj­um við að hann skili eðli­leg­um tekj­um til sam­fé­lags­ins. Fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið verður óbreytt, en með þess­ari leiðrétt­ingu er tryggt að veiðigjöld­in standi und­ir hlut­verki sínu í þágu al­menn­ings.