Hverjum þjónar Miðflokkurinn?

Þing­mönn­um Miðflokks­ins hef­ur á yf­ir­stand­andi þingi orðið tíðrætt um hin ýmsu mál eins og eðli­legt er í póli­tík. Það verður þó að segj­ast að hjá þess­um meist­ur­um málþófs­ins hef­ur magnið gjarn­an verið á kostnað gæðanna. Ný­leg grein hér í blaðinu er gott dæmi um þetta.

Formaður þing­flokks Miðflokks­ins fer í grein­inni yfir nokk­ur atriði sem hon­um þykja tyrf­in í frum­varpi at­vinnu­vegaráðherra, Hönnu Katrín­ar Friðriks­son, um leiðrétt­ingu veiðigjalda. Svo sem áhyggj­ur af auk­inni samþjöpp­un í grein­inni, minnk­andi hlut­deild inn­lendr­ar vinnslu, og mögu­leg­um mis­tök­um í út­reikn­ing­um á gjald­inu. Raun­ar eru þess­ar áhyggj­ur ekk­ert nýtil­komn­ar og þess­um atriðum eru sér­stak­lega gerð skil í frum­varp­inu um leiðrétt­ingu veiðigjalda. Í sem stystu máli seg­ir þar að komið sé sér­stak­lega til móts við litl­ar og meðal­stór­ar vinnsl­ur. Und­ir þetta hef­ur, meðal ann­ars, bæj­ar­stjóri Snæ­fells­bæj­ar tekið. Eng­um verður ókleift að reka áfram sam­an veiðar og vinnslu. Ein­göngu er verið að koma í veg fyr­ir að ógagn­sæ verðmynd­un á afla verði reikni­grund­völl­ur veiðigjalds, sú hag­kvæmni sem samþætt­ing­in hef­ur leitt af sér verður áfram til staðar. Áhrif leiðrétts veiðigjalds hafa þá verið reiknuð og gerð grein fyr­ir þeim í grein­ar­gerð með frum­varpi og fylgigögn­um.

Og enda­laust er kvartað und­an því að það vanti gögn. En bara sum gögn því Miðflokk­ur­inn vildi alls ekki að tek­in yrðu sam­an gögn í nýrri skýrslu um fjár­fest­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­ins í óskyld­um at­vinnu­grein­um. Hinir nýju Pírat­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um vildu held­ur ekki sjá þau gögn.

Það er raun­ar engu lík­ara af mál­flutn­ingi Miðflokks­ins að dæma en að flokk­ur­inn hafi aldrei myndað sér skoðun á nýt­ingu sam­eig­in­legra auðlinda allra lands­manna. Hið minnsta er lítið vísað til henn­ar í ræðu og riti. Þó er það nú svo að stefna flokks­ins í þess­um efn­um er til og má nálg­ast á heimasíðu flokks­ins. Þar seg­ir: „Miðflokk­ur­inn vill að veiðigjöld séu gagn­sæ, ein­föld og að við út­reikn­ing þeirra sé gætt jafn­ræðis.“ Sem er ein­mitt það sem frum­varp at­vinnu­vegaráðherra geng­ur út á. Að leiðrétta reikni­reglu veiðigjalda og tryggja þannig þetta mik­il­væga gagn­sæi og jafn­ræðið sem Miðflokk­ur­inn kall­ar eft­ir í sinni eig­in stefnu en kann­ast svo ekki við í and­stöðunni.

Raun­in er sú að meiri­hluti þjóðar­inn­ar styður leiðrétt­ingu veiðigjalda. Viðreisn hef­ur talað fyr­ir því að þjóðin njóti sann­gjarns end­ur­gjalds fyr­ir af­not af sam­eig­in­leg­um auðlind­um. Sú leiðrétt­ing sem lögð hef­ur verið fyr­ir þingið er gagn­særri, ein­fald­ari og trygg­ir jafn­ræði meðal greiðenda.

Það væri á því brag­ur ef Miðflokk­ur­inn tæki sig nú til og stæði með Viðreisn og meiri­hluta þjóðar­inn­ar. Til vara mætti ein­fald­lega kalla eft­ir því að flokk­ur­inn standi með eig­in stefnu.