16 jún Ný stjórn Viðreisnar á Akureyri

Velheppnaður aðalfundur Viðreisnar á Akureyri var haldinn fimmtudaginn 29, maí á Múlabergi. Áður en venjuleg aðalfundarstörf hófust var opinn fundur með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, þar sem rædd voru ýmis álistamál sem brenna á Akureyringum, svo sem vegasamgöngur, flugvöllurinn og uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, utanríkismál og væntanlegar breytingar á veiðigjöldum.
Að umræðum loknum hófust aðalfundarstörf, þar sem félag Viðreisnar á Akureyri var endurvakið af dvala undanfarinna ára. Það var greinilega mikill hugur í Akureyringum að á Akureyri verið virkt félagsstarf Viðreisnarfólks, ekki síst með tilliti til þess að sveitarstjórnarkosningar verða haldnar að ári liðnu.
Ný stjórn er skipuð Rut Jónsdóttur, formanni, Eyþór Möller Árnasyni, Hafsteini Árnasyni, Höllu Maríu Sveinbjörnsdóttur og Lovísu Oktavíu Eyvindsdóttir. Varamaður er Gabríel Ingimarsson.
Netfang félagsins er akureyri@vidreisn.is ef þú hefur áhuga á að starfa með félaginu.