Viðreisnarfélag stofnað í Múlaþingi

Föstudaginn 29. maí var stofnfundur Viðreisnar í Múlaþingi haldinn í Alþýðuháskólanum á Eiðum.

Á fundinn mættu þingmennirnir Eiríkur Björn Björgvinsson og Grímur Grímsson sem og sitjandi varaþingmaður kjördæmisins, Heiða Ingimarsdóttir.

Kosið var í stjórn og í henni sitja Heiða Ingimarsdóttir formaður, Páll Baldursson og Arngrímur Viðar Ásgeirsson. Varamenn eru Jens Hilmarsson og Urður Arna Ómarsdóttir.

Á fundinum sköpuðust fjörugar umræður og mikill hugur í fólki. Helstu áhersluatriði voru rædd og hvernig Viðreisn gæti mætt þeim áskorunum sem að svæðið stendur frammi fyrir. Einnig var tækifærið nýtt og málefni svæðisins rædd við þingmennina.

,,Það er frábært að sjá Viðreisn vera að styrkjast svona og vaxa. Þetta sýnir hversu mikið erindi málefni og áherslur flokksins eiga um land allt. Fólk vill breytingar og það vill sjá þær raungerast en ekki að það taki áratugi að koma málefnum á dagskrá eða í gegn. Það sem flokkurinn er að gera á þingi verður vonandi til þess eins að stykja okkur enn frekar hér,”
sagði Heiða Ingimarsdóttir, nýkjörin formaður við tækifærið.

Þá vill hún benda þeim sem hafa áhuga á að vita meira eða taka þátt í starfinu að hafa samband við stjórnarfólk eða senda póst á mulathing@vidreisn.is