Ný stjórn, málefnaráð og alþjóðafulltrúi

Kosið var til embætta á landsþingi Viðreisnar, þann 21. september.

 

Formaður, varaformaður og ritari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar með 99,4% gildra atkvæða.

Alls greiddu 164 atkvæði. Þorgerður hlaut 162 atkvæði. Eitt atkvæði var autt og eitt ógilt.

Daði Már Kristófersson var endurkjörinn varaformaður Viðreisnar með 99,4% gildra atkvæða.

Alls greiddu 155 atkvæði. Daði Már hlaut 154 atkvæði. Eitt atkvæði var autt.

Sigmar Guðmundsson var endurkjörinn ritari Viðreisnar með 99,2% gildra atkvæða.

Alls greiddu 132 atkvæði. Sigmar hlaut 131 atkvæði. Eitt atkvæði var autt.

 

Meðstjórnendur

Fjórir meðstjórnendur voru kjörnir og tveir varamenn. Samkvæmt samþykktum Viðreisnar skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn skulu ekki vera af sama kyni (gr. 5.1).

131 greiddu atkvæði. Eitt atkvæði var ógilt.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, 92 atkvæði

Elín Anna Gísladóttir, 85 atkvæði

Þröstur V. Söring, 63 atkvæði

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 52 atkvæði

Oddgeir Páll Georgsson, 51 atkvæði (varamaður)

Helgi Snær Ómarsson, 43 atkvæði

Þórey S. Þórisdóttir, 35 atkvæði (varamaður)

Berglind Guðmundsdóttir, 30 atkvæði

Sigvaldi Einarsson, 27 atkvæði

Jón Bragi Gunnlaugsson, 17 atkvæði

Stefan Eagle Gilkersson, 2 atkvæði

 

Málefnaráð

Sex fulltrúar í málefnaráð og tveir varamenn. Samkvæmt samþykktum Viðreisnar skal líta til kynjahlutfalla við ákvörðun um hver hljóti kjör, falli atkvæði jöfn í kosningum til stjórnar og annarra embætta (gr. 4.11)

155 greiddu atkvæði. Fjögur atkvæði voru auð.

Bjarki Fjalar Guðjónsson, 92 atkvæði

Kamma Thordarson, 92 atkvæði

Tinna Borg Arnfinnsdóttir, 90 atkvæði

Hákon Skúlason, 84 atkvæði

Jóhanna Pálsdóttir, 78 atkvæði

Eyþór Eðvarðsson, 71 atkvæði

Drífa Sigurðarsdóttir, 71 atkvæði (varamaður)

Urður Arna Ómarsdóttir, 69 atkvæði (varamaður)

Arnór Heiðarsson, 64 atkvæði

Elín Guðnadóttir, 64 atkvæði

Darri Gunnarsson, 42 atkvæði

Elírós Kjaran Zar, 40 atkvæði

 

Alþjóðafulltrúi

132 greiddu atkvæði. Tvö atkvæði voru auð.

Natan Kolbeinsson, 72 atkvæði

Auðunn Arnórsson, 56 atkvæði.

Stefan Eagle Gilkersson, 2 atkvæði