24 okt Ný stjórn kjörin á Akranesi
Vel heppnaður aðalfundur Viðreisnar á Akranesi var haldinn miðvikudaginn 22. október síðastliðinn. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar í kjördæminu ávarpaði fundinn áður en formleg aðalfundarstörf hófust. Líflegar umræður voru á fundinum og greinilegt að mikill hugur er í Viðreisnarfólki á Akranesi.
Ný stjórn var kjörin á fundinum og er hún skipuð:
- Edit Ómarsdóttir – Formaður
- Hjörvar Gunnarsson
- Helga Björg Þrastardóttir
- Sigfús Agnar Jónsson
- Sigríður Eva Þorsteinsdóttir
- Elírós Kjaran Zar
Fyrir áhugasama um starf Viðreisnar á Akranesi er hægt að hafa samband við netfangið akranes@vidreisn.is eða vidreisn@vidreisn.is.