11 des Opið fyrir framboð í prófkjör Viðreisnar í Kópavogi
Kjörstjórn Viðreisnar í Kópavogi tilkynnir að opnað hefur verið fyrir framboð í þrjú efstu sæti listans á Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram þann 16. maí næstkomandi.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 7. febrúar 2026.
Framboð þurfa að berast kjörstjórn eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 23. janúar 2026. Framboð skulu berast á netfangið kopavogur@vidreisn.is.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn skulu fylgja framboðstilkynningu:
– Fullt nafn, kennitala, símanúmer og netfang
– Ef frambjóðandi óskar eftir tilteknu sæti skal það sæti tiltekið
– Kynningartexti – miðast við að hámarki 350 orð, til birtingar á heimasíðu og öðrum
miðlum Viðreisnar
– Ljósmynd á rafrænu formi – í ágætum gæðum, til birtingar á heimasíðu og öðrum miðlum Viðreisnar
Að loknum framboðsfresti, eftir hádegi 23. janúar, mun kjörstjórn yfirfara öll framboð sem borist hafa, úrskurða um lögmæti þeirra og fara yfir næstu skref og dagskrá prófkjörsins með frambjóðendum.
Skilyrði til kjörgengis í prófkjöri Viðreisnar í Kópavogi eru eftirtalin:
– Öll sem eru/verða kjörgeng til sveitarstjórnarkosninga skv. lögum
– Eiga lögheimili í Kópavogi
– Hafa náð 18 ára aldri á kjördegi þann 16. maí 2026
– Hafa skráð sig í Viðreisn minnst 15 dögum fyrir upphaf prófkjörs 7. febrúar 2026
Kjörstjórn skorar á alla félagsmenn, nýja sem reyndari, sem uppfylla ofangreind skilyrði og hafa áhuga til að senda inn framboð.
Rétt til atkvæðagreiðslu í prófkjörinu sjálfu hafa allir skráðir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Kópavogi og hafa skráð sig í Viðreisn minnst tveimur dögum áður en prófkjör hefst, eða fyrir 5. febrúar 2026.
Allar fyrirspurnir tengdar prófkjörinu og framkvæmd þess berist til kopavogur@vidreisn.is – en nánari upplýsingapóstur um dagskrá og framkvæmd prófkjörsins verður sendur félagsmönnum þegar nær dregur.
Allar frekari reglur Viðreisnar um prófkjör og röðun á lista má finna hér:
https://vidreisn.is/reglur-um-rodun-a-lista/