Fjögur framboð í efstu tvö sæti í prófkjöri Viðreisnar í Hafnarfirði

Kjörstjórn Viðreisnar í Hafnarfirði hefur staðfest fjögur framboð vegna prófkjörs félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en framboðsfrestur rann út kl. 12.00 í dag. Prófkjörið er bindandi um efstu tvö sæti listans.

Eftirtalin framboð hafa borist:

Í framboði til 1. sætis:

Jón Ingi Hákonarsson, bæjarfulltrúi.

Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður.

Í framboði til 2. sætis:

Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri í Flensborgarskólanum.

Hjördís Lára Hlíðberg, verkefnastjóri hjá JBT Marel.

Frekari upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.

Prófkjörið verður rafrænt og fer fram laugardaginn 17. janúar. Rétt til atkvæðagreiðslu hafa allir skráðir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Hafnarfirði. Til þess að öðlast kosningarétt þarf skráning í flokkinn að hafa farið fram eigi síðar en tveimur dögum áður en prófkjörið hefst.

Kjörstjórn boðar til kynningarfundar með frambjóðendum fimmtudaginn 15. janúar. Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímasetningu fundarins verða auglýstar síðar.

Fyrir hönd kjörstjórnar Viðreisnar í Hafnarfirði,

Júlíus Andri Þórðarson, formaður kjörstjórnar

juliusandri@gmail.com

S: 8683091