Fjögur framboð í efstu tvö sæti í prófkjöri Viðreisnar í Hafnarfirði

Kjörstjórn Viðreisnar í Hafnarfirði hefur staðfest fjögur framboð vegna prófkjörs félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en framboðsfrestur rann út kl. 12.00 í dag. Prófkjörið er bindandi um efstu tvö sæti listans.

Eftirtalin framboð hafa borist:

Í framboði til 1. sætis:

Jón Ingi Hákonarsson, bæjarfulltrúi.

Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður.

Í framboði til 2. sætis:

Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri í Flensborgarskólanum.

Hjördís Lára Hlíðberg, verkefnastjóri hjá JBT Marel.

Frekari upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.

Prófkjörið verður rafrænt og fer fram á kjosa.net/vidreisn milli kl 00:01 og 19:00 laugardaginn 17. janúar. Rétt til atkvæðagreiðslu hafa allir skráðir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Hafnarfirði. Til þess að öðlast kosningarétt þarf skráning í flokkinn að hafa farið fram eigi síðar en tveimur dögum áður en prófkjörið hefst.

Veitt verður aðstoð á skrifstofu Viðreisnar, Suðurlandsbraut 22, frá kl. 10:00 til 17:00. Ef tæknileg vandamál koma upp má senda tölvupóst á hafnarfjordur@vidreisn.is.

Kjörstjórn boðar til kynningarfundar með frambjóðendum fimmtudaginn 15. janúar. Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímasetningu fundarins verða auglýstar síðar.

Fyrir hönd kjörstjórnar Viðreisnar í Hafnarfirði,

Júlíus Andri Þórðarson, formaður kjörstjórnar

juliusandri@gmail.com

S: 8683091