Leiðbeiningar fyrir rafræna kosningu í prófkjöri

Í prófkjörskosningum Viðreisnar í Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2026 verður rafræn kosning á vefnum kjosa.net/vidreisn. Þau geta kosið sem eru félagsmenn í Viðreisn að minnsta kosti tveimur dögum fyrir upphaf kosningar (miðað er við miðnætti aðfararnótt fimmtudagsins fyrir kosningu), eru 16 ára og eldri og hafa lögheimili í sveitarfélaginu. 

 

 

 

Fyrsta skrefið til að kjósa er að fara á vefslóðina kjosa.net/vidreisn. Þar kemur upp innskráningarsíða þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi. 

Því næst þarf að velja þá kosningu sem til stendur að kjósa í. 

Þegar komið er inn í kosningakerfið birtast nöfn frambjóðenda í handahófskenndri röð.

Ef kosið erum fleiri en eitt sæti er fyrst valinn sá frambjóðandi sem kjósandi ætlar sér að kjósa í fyrsta sæti.

Því næst er valinn sá frambjóðandi sem kjósandi ætlar að kjósa í annað sæti og svo koll af kolli, eftir því hve kosið er um mörg sæti.

Ef kjósandi vill breyta röðun sinni velur hann Remove”. Ef hann tekur út þann frambjóðanda sem var í fyrsta sæti, færist sá sem var í öðru sæti í það fyrsta og annað sætið stendur autt. 

Ef kosið er um tvö sæti getur kjósandi kosið í fyrsta og annað sætið. Einnig er hægt að velja bara eitt nafn. Þegar kjósandi er sáttur við uppröðun sína og vill skila inn atkvæðis sínu hakar hann í Staðfesta val” og smellir á Skila atkvæði. 




Ef kjósandi vill ekki kjósa neinn frambjóðanda, þá velur hann bara „skila auðu”

Þar með hefur verið kosið í prófkjöri Viðreisnar í viðkomandi sveitarfélagi.