12 maí Stofnfundur Viðreisnar þriðjudaginn 24. maí í Hörpu
Viðreisn boðar til stofnfundar þriðjudaginn 24. maí, frá kl. 17:00 til 18:00, í Silfurbergi, Hörpu. Kosin verður stjórn og stefnuyfirlýsing samþykkt.
Viðreisn boðar til stofnfundar þriðjudaginn 24. maí, frá kl. 17:00 til 18:00, í Silfurbergi, Hörpu. Kosin verður stjórn og stefnuyfirlýsing samþykkt.
Jórunn Frímannsdóttir, sem er ein þeirra sem undirbúið hefur stofnun Viðreisnar, segir: „Viðreisn er það frjálslynda stjórnmálaafl sem lengi hefur verið kallað eftir. Íslensk stjórnmál hafa einkennst af sérhagsmunastefnu og siðleysi sem komið hefur greinilega í ljós upp á síðkastið. Þessa þróun verður að stöðva og endurvekja þarf traust almennings á fulltrúum sem kosnir eru til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Undanfarin tvö ár höfum við haldið marga fjölsótta mál- og stefnumótunarfundi um helstu málefni samfélagsins og það verður því spennandi þegar Viðreisn hellir sér á fullu inn í baráttuna.“
Viðreisn er flokkur allra þeirra sem vilja að unnið sé að almannahagsmunum og gegnsæi í pólitísku starfi. Markmiðin eru réttlátt samfélag, stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt tækifæri. Áhersla er lögð á markaðslausnir, vestræna samvinnu, frelsi, jafnrétti og jafnan atkvæðisrétt fyrir alla. Viðreisn vill einnig að þjóðin fái svo fljótt sem auðið er að greiða atkvæði um hvort ljúka skuli viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.
Allir sem vilja styðja Viðreisn til þess að gera grundvallarbreytingar á íslenskum stjórnmálum eru hvattir til þess að mæta á stofnfundinn og sýna þannig í verki vilja til þess að Íslendingar stigi ákveðin skref til betra samfélags.
www.vidreisn.is