08 jún Benedikt: Við viljum að fólk ráði sér sjálft.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, var á Morgunvaktinni á Rás 1 þriðjudaginn 7. júní.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, var á Morgunvaktinni á Rás 1 þriðjudaginn 7. júní.
Benedikt hafnar eindregið tali um að hægt sé að skapa samstöðu um núverandi landbúnaðarkerfi. „Það er svo sannarlega ástæða til að vera með flokk eins og Viðreisn, sem hefur lýst andstöðu við þennan búvörusamning. Í þessum samningi eru líka ákvæði sem binda bændur í fátæktargildru. Kannanir á kjörum sýna að bændur eru ein lægst launaða stétt landsins.“
Evrópustefnan er meðal þeirra mála sem Viðreisn setur á oddinn. Benedikt Jóhannesson vill ljúka aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, en leggur ríka áherslu á að þjóðin sjálf ákveði það með atkvæðagreiðslu. Það sé þjóðarinnar að ákveða framhaldið. Niðurstöðuna verði menn að una við.
„Við erum að hugsa um þá sem vilja breytingar. Fólk sem vill gagnsæi í stjórnmálunum. Fólk sem ekki vill þessi gömlu klíkustjórnmál. Fólk sem vill ekki að gæðum ríkisins sé úthlutað til einhverra vildarvina, hvort sem verið er að tala um auðlindir eða stöður á vegum ríkisins. Við viljum að það sé fylgt fyrirfram ákveðnum ferlum en ekki úthlutað styrkjum með sms-um til einhverra flokksfélaga eða annarra vildarvina.“