25 okt Nýr starfsmaður Viðreisnar á sveitarstjórnarstigi
Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála. „Hugsjónir Viðreisnar um frjálslyndi, frelsi, jafnréttismál, umhverfismál og alþjóðasamvinnu ríma vel við mína sannfæringu um gott og réttlátt samfélag. Því hlakka ég mjög til að taka þátt í starfi Viðreisnar,“ segir Svanborg.
Undanfarinn áratug hefur Svanborg starfað sem upplýsingafulltrúi opinberra aðila, nú síðast hjá Ríkisendurskoðun. Áður var hún blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur reglulega kennt áfanga í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Svanborg er hjartanlega boðin velkomin til starfa.