07 nóv Ársreikningur Viðreisnar 2018
Ársreikningur Viðreisnar fyrir árið 2018 er nú birtur og hefur útdráttur úr honum verið birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Árið 2018 var viðburðaríkt líkt og fyrri ár; þriðja kosningaár flokksins sem þó varð einungis tveggja ára í maí 2018. Að þessu sinni voru það fyrstu sveitarstjórnarkosningar Viðreisnar sem settu mark sitt á starfsemina. Viðreisn bauð fram undir eigin merkjum eða í samstarfi við aðra á ellefu stöðum um landið og náði góðum árangri. Svæðisbundin starfsemi flokksins efldist til muna og því er ársreikningur Viðreisnar nú samstæðureikningur í fyrsta sinn. Viðreisnarfélög sem tekin eru með í samstæðuna fyrir árið 2018 eru félögin í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi.
Ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru samþykkt undir lok 2018 sem styrkja fjárhagslegan stuðning hins opinbera við starfsemi stjórnmálaflokka. Sú breyting sem þarna var gerð skiptir sköpum í starfsskilyrðum stjórnmálaflokka, félagsgerð sem gegnir stjórnskipulega mikilvægu hlutverki í lýðræðisríki.
Afkoma ársins er jákvæð upp á 2.308.136 kr. sem er bæting um 830.991 en eigið fé neikvætt sem nam 6.310.127 kr. Fjáröflun fyrir kosningabaráttunni var nú á höndum svæðisbundnu félaganna og gekk hún vel. Alls söfnuðust 9.795.541 kr. í styrki á árinu, 4.163.534 kr. frá lögaðilum og 5.632.007 í styrki frá einstaklingum, sem söfnuðust ýmist í gegnum bein framlög eða í gegnum vefgátt flokksins á heimasíðu. Heildarkostnaður samstæðunnar við sveitarstjórnarkosningarnar nam 18.126.611 krónum. Launakostnaður á árinu nam 27.149.727 krónum og annar rekstrarkostnaður 13.400.718 að frátöldum kostnaði við sveitarstjórnarkosningarnar.