Framkvæmdastjóri óskast

Viðreisn er frjálslyndur stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttlátu samfélagi, stöðugu efnahagslífi, þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi og fjölbreyttum tækifærum.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri flokksins, verkefnastjórnun, áætlunum, eftirfylgni og fjárreiðum í samráði við stjórn og framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri skipuleggur viðburði og fundi í samstarfi við stjórn og svæðafélög. Framkvæmdastjóri gegnir veigamiklu hlutverk í innra starfi flokksins og við undirbúning kosningabaráttu.

Hæfniskröfur:

  • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla í stjórnun og þekking á rekstri
  • Áhugi á stjórnmálum og reynsla af kosningabaráttu eru gagnleg
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Hvetjandi og góðir leiðtogahæfileikar
  • Góð og fjölbreytt tölvu- og tungumálakunnátta

 

Flokksmenn eru skemmtilegt fólk sem ætlar sér að breyta ásýnd íslenskra stjórnmála með orðræðu og jákvæðni. Þess vegna leitum við að drífandi og kraftmiklum stjórnanda sem getur hafið störf fljótlega.

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á umsokn@vidreisn.is. Þangað má einnig senda fyrirspurnir. Fullum trúnaði er heitið. Stjórn hvetur fólk óháð kyni til þess að sækja um starfið.